fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 17:40

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur birt tvær nýjar reglugerðir um fyrirkomulag sóttvarna frá og með næsta þriðjudegi, 20. október. Nýju reglurnar verða í gildi til 3. nóvember. Í sumu er hert á, til dæmis er íþróttastarf á vegum ÍSÍ á höfuðborgarsvæðinu bannað. Það þýðir til dæmis að Íslandsmótin í boltaíþróttum munu liggja niðri og börn geta ekki sótt íþróttaæfingar.

Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir á höfuðborgarsvæðinu verða áfram lokaðir. Sama gildir um starfsemi sem krefst snertingar, t.d. hárgreiðslustofur, snyrtistofur og nuddstofur.

Um íþrótta- og heilsusræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu segir svo vefsíðu stjórnarráðs:

  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
  • Heimildir fyrir íþróttastarfi, æfinga og keppna á vegum ÍSÍ gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu.
  • Íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er óheimilt á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Þá kemur fram í sérstakri reglugerð varðandi skólahald að tómstundastarfsemi og íþróttastarf í skólum á höfuðborgarsvæðinu sem krefst blöndunar hópa sé óheimil.

Krár og skemmtistaðir verða lokaðir en veitingastaðir sem selja áfengi mega nú aftur hafa opið til kl. 23.

Hafa áhyggjur af heilbrigðiskerfinu

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við DV að vonir stæðu til að faraldurinn væri að ganga niður. Vísbendingar væru um það í tölum yfir smitaða á föstudaginn. Ekki væri að marka tölur yfir helgina vegna færri sýna en ef áframhaldandi lækkun yrði í tölum þriðjudagsins mætti búast við því að faraldurinn væri á niðurleið og hægt yrði að slaka á takmörkunum þann 3. nóvember.

Hins vegar eru áhyggjur af álagi á heilbrigðiskerfinu næstu daga því nú sé komið að þeim tíma í bylgunni þegar veikum tekur að fjölga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit