fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eygló og Valdís ákærðar fyrir stórfelld skattsvik – Gáfu sjálfum sér einbýlishús í Garðabæ

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 22:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þær Eygló Agnarsdóttur og Valdísi Fjölnisdóttur fyrir stórfelld skattsvik, með því að hafa árið 2015 látið hjá líða að gera grein fyrir 85 milljóna tekjum frá árinu 2014. Tekjurnar eru, samkvæmt ákæru sem DV hefur undir höndum, til komnar vegna ætlaðrar ólögmætrar úthlutunar úr einkahlutafélagi sem þær áttu saman.

Þann 30. júní 2014 virðist félagið Valgló ehf., sem þær áttu og ráku saman, hafa gefið eigendum sínum endurgjaldslaust einbýlishús að Skrúðási í Garðabæ. Húsið er hið veglegasta eða um 270 fermetrar á 950 fermetra lóð á frábærum stað í Ásahverfi Garðabæjar. Fasteignamat hússins fyrir árið 2021 er enda um 119 milljónir rúmar.

Í ákærunni er gjafagjörningurinn verðlagður á samanlagðar 85 milljónir króna. Eygló og Valdís eru því ákærðar fyrir að hafa hvort um sig vantalið 42.500.000 krónur. Segir í ákæru með þessu hafi Eygló sloppið við að greiða 19.267.168 krónur í tekjuskatt og útsvar og Valdís 19.022.066 krónur. Samanlagt nema því meint skattsvik þeirra tæpum 40 milljónum.

Þá eru þær ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af brotum sínum.

Héraðssaksóknari krefst þess í ákærunni að þær verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður þingfest 19. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar