fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Áfram stroka þeir nýju stjórnarskrána út – „Norðurlandamet í viðbragðshraða stjórnvalda slegið“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. október 2020 09:51

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggurinn frægi við sjávarútvegshúsið varð tilefni mikillar umræðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í gær. Veggurinn hefur um langa hríð staðið útkrotaður og illa við haldið. Um helgina gerðu sér einhverjir leik að því að mála yfir veggjakrotið með svartri málningu og mála svo: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ með hvítum lit á svartan bakgrunn. Á mánudaginn birtust svo menn með háþrýstidælur og hófu að hreinsa skilaboðin af.

Skilaboðin ættu að vera orðin borgarbúum kunn en þau hafa birst víða á síðustu misserum og er bersýnilega um samstillt átak að ræða til þess að vekja athygli á nýrri stjórnarskránni sem samþykkt var af stjórnlagaráði sem skipað var árið 2011. Málið er auðvitað rammpólitískt.

Það hversu skjótt var brugðist við þessu tiltekna veggjakroti vakti auðvitað athygli, enda veggurinn útkrotaður til margra ára. Höfðu gárungar á því orð í gær að með þvættinum hlyti Norðurlandamet í viðbragðshraða stjórnvalda við veggjakroti að vera slegið. Hvort það sé satt verður seint sannað, en ljóst er að veggurinn hefur sjaldan verið jafn hreinn og nú.

Vinna við hreinsunina stóð enn yfir í morgun þegar blaðamaður DV átti leið hjá. Gera má ráð fyrir að verkið verði klárað í dag, en hreinsunin virðist seinleg í framkvæmd, eins og sjá má á myndbandi af hreinsunarstörfum hér að neðan.

https://vimeo.com/467667676

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi