fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Öryrkjabandalagið lýsir yfir vonbrigðum með fjárlagafrumvapið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 14:11

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Mynd: Silja Rut- obi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með hlut öryrkja í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Hækkun örorkulífeyris verður 3,6% um næstu áramót og telur bandalagið að það sé ávísun á áframhaldandi fátækt öryrkja. Fréttatilkynning Öryrkjabandalagsins um málið er eftirfarandi:

„Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að finna neina stefnubreytingu frá þeirri helstefnu að halda öryrkjum í fátækt. Hafi einhver átt von á að í því frumvarpi leyndust efndir yfirlýsinga Katrínar sem stjórnarandstæðings, frá því fyrir um 4 árum, verður viðkomandi fyrir vonbrigðum. Hækkun örorkulífeyris verður 3,6% um næstu áramót. Fátækt fólk þarf því enn að bíða.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins:

„Við leyfðum okkur að vona, en það er nú ljóst að engin breyting verður, fagurgali ríkisstjórnarinnar um að útrýma fátækt eru bara það, fagurgali. Enn eitt árið er öryrkjum haldið rígföstum í fátækragildru og enn breikkar bilið milli örorkulífeyris og lágmarkstekjutrygginar. Um næstu áramót verður örorkulífeyrir 86 þúsund krónum lægri.“

Eftir þessa hækkun verður framfærsluviðmið almannatrygginga 265.044 krónur fyrir skatt, sem, að teknu tilliti til þeirra skattkerfisbreytinga sem koma til framkvæmda um áramótin, mun skila rétt tæpum 233 þúsund krónum í vasa þeirra sem lifa af örorkulífeyri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð