fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Kínverjarnir eru að fylgjast með þessum Íslendingum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið birti í morgun listann yfir 411 Íslendinga sem kínversk stjórnvöld eru að fylgjast með og safna upplýsingum um. Athygli vekur að listinn sem ástralskur tölvunarfræðingur fann á víðavangi internetsins er aðeins um 10% af gagnasafni Kínverja í heild.

Á listanum sem nú er opinber má finna fyrrum ráðherra, sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni, fjölmiðlafólk, fólk úr löggæslu, viðskiptalífinu og áhrifafólk í stjórnmálum.

Hér eru nokkur nöfn sem hafa vakið athygli:

Auðunn Atla­son er sendiherra Íslands í Helsinki og var áður sendiherra í Vín og skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu.

Geir H. Haarde var fjármálaráðherra í hruninu og tók síðar við forsætisráðherrastól. Í kjölfar ráðherratíðar Geirs tók hann við sendiherrastól í Washington D.C., þar sem hann býr enn, þó hann starfi nú fyrir Alþjóðabankann.

Gylfi Ásbjörnsson er fyrrverandi forseti ASÍ til fjölmargra ára.

Halla Mathiesen er dóttir Árna Matthiesen fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún er nú formaður SUS.

Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.

Hanna Katrín Friðriks­son er þingmaður Viðreisnar.

Jón H.B. Snorra­son hefur verið áberandi í íslenskri löggæslu og gengt stöðu aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara.

Katrín Júlí­us­dótt­ir er fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra. Hún er nú framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Kristján Andri Stef­áns­son er sendiherra Íslands í Brussel.

Ótt­arr Proppé er fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og forseti Alþingis. Hann er nú framkvæmdastjóri Bóksölu stúdenta.

Páll Magnús­son þingmaður Sjálfstæðisflokksins og áður útvarpsstjóri og blaðamaður til fjölda ára.

Sig­ríður Á. Snæv­arr er sendiherra.

Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari Íslands.

Sig­ur­björn Markús­son er fyrrum forseti Hæstaréttar.

Stefán Skjald­ar­son er sendiherra í íslenskri utanríkisþjónustunni og fyrrum sendiherra Íslands í Kína.

Styrm­ir Gunn­ars­son er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Þorgils Óttar Mat­hiesen er fjárfestir og fyrrum handboltastjarna.

Þóra Arn­órs­dótt­ir er blaðamaður hjá RUV og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Þórlind­ur Kjart­ans­son hagfræðingur er varamaður í bankaráði Seðlabankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki
Fréttir
Í gær

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar
Fréttir
Í gær

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví