fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

ESB skoðar samræmt kerfi til að auðvelda ferðalög í Evrópu – Gæti breytt landamæraskimunum hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 07:45

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur til skoðunar að koma á samræmdu kerfi til að auðvelda ferðamönnum að komast leiðar sinnan innan ESB og EES-svæðisins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, útilokar ekki að slíkt kerfi leiði til breytinga á landamæraskimunum hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Þjóðverjar, sem fara nú með forsæti í ráðherraráði ESB, hafi lagt til að tekinn verði upp litakóði fyrir frjálsa för á milli aðildarríkja ESB og EES á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar herjar á heimsbyggðina.

Grænn yrði notaður fyrir þau lönd þar sem smit eru færri en 25 á hverja 100.000 íbúa 14 daga á undan. Rauður yrði notaður fyrir þau lönd þar sem fleiri en 50 tilfelli hefðu greinst á hverja 100.000 íbúa 14 daga á undan. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær þetta kerfi gæti tekið gildi. Íslensk stjórnvöld sendu athugasemdir til ESB í gær vegna málsins.

„Við höfum farið þá leið að skima á landamærum og myndum vilja halda því áfram í einhverri mynd þar sem við höfum getuna til þess. Við munum svo sjá hver lokaniðurstaða Evrópusambandsins verður í þessu til að koma á samræmingu á umferð á innri landamærunum,“

hefur Fréttablaðið eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Markmiðið með tillögum ESB er að einfalda og samræma reglur á milli landa. Þær yrðu ekki bindandi og vörubílstjórar, sjófarendur og aðrir sem ferðast vegna starfa sinna yrðu undanþegnir þeim.

Ríkisstjórnin hefur tilkynnt um óbreytt fyrirkomulag landamæraskimana fram til 1. desember nema tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Fréttablaðið hefur eftir Áslaugu Örnu að ekki sé útilokað að þessu fyrirkomulagi verði breytt ef tillögur Þjóðverja ná fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum