fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ægir Sigurbjörn dæmdur fyrir barnaníð – Þekktur raftónlistarmaður

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. október 2020 20:12

Mynd til vinstri: Skjáskot af Soundcloud - Mynd til hægri: Fréttablaðið/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt Íslendinginn Ægi Sigurbjörn í 2 og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni, tælingu og líkamsárás. Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð þar sem Ægir er einnig þekktur sem raftónlistarmaður undir nafninu Damien Eie.

Sænskir miðlar greindu frá málinu í gærkvöldi en Vísir greindi fyrst frá hér á landi. Auk fangelsis var Ægir dæmdur til að greiða miskabætur. Í ákærunni kemur fram að Ægir hafi talað við 14 ára gamlan dreng í gegnum smáforritið Grindr. Þá segir að Ægir hafi brotið á honum kynferðislega auk þess sem hann réðst á hann í almenningsgarði.

Ægir hótaði drengnum að hengja upp kynferðislegar myndir af honum í hverfi drengsins ef hann myndi ekki hitta hann aftur. Ægir reyndi einnig að kúga pening úr drengnum, 3.500 sænskar krónur en það eru um 55 þúsund í íslenskum krónum.

Fyrir dómi neitaði Ægir sök og sagði að hann hafi ekki vitað að drengurinn væri 14 ára gamall. Það var ekki talið trúverðugt þar sem útlit drengsins gaf í skyn að hann væri barn. Þá sagði drengurinn við Ægi að hann væri undir lögaldri.

Eins og áður segir er Ægir þekktur sem raftónlistarmaðurinn Damien Eie. Hann hefur spilað undir því nafni á næturlífinu í Svíþjóð en einnig hér á landi. Til að mynda spilaði hann í miðbæ Reykjavíkur á skemmtistaðnum Jacobsen árið 2009 og 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK