fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Lögmaður mótmælanda óttast að vegið sé að réttinum til að mótmæla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 19:15

Samsett mynd DV. Helgi Þorsteinsson og mynd Sigtryggar Ara frá mótmælunum 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur aðalmeðferð í máli gegn Kára Orrasyni, 23 ára gömlum manni, sem ákærður er fyrir brot á lögreglulögum með því að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu við mótmæli í Dómsmálaráðuneytinu í apríl árið 2019. Kári var í hópi fólks sem mótmælti brottflutningi nokkurra hælisleitenda.

Helgi Þorsteinsson, verjandi Kára, hefur nokkrar áhyggjur af því hvaða fordæmi þetta mál kanna að hafa fyrir tjáningarfrelsi og rétt til að mótmæla í landinu, og hvort eðlilegt sé að túlka lögreglulög með þeim hætti að þau vegi þyngra en tjáningarfrelsi.

„Ég hef áhyggjur af því hvernig lögregla komst að orði í skýrslutökum í málinu. Þar var sagt að þetta hafi ekki verið friðsamleg mótmæli vegna þess að þau ullu ónæði. En er það ekki það sem mótmælendur eiga að gera, vera með hávaða svo á þá sé hlustað? Er eitthvað friðsamlegra en það að sitja á gólfinu og vera með hávaða, eins og þetta fólk gerði. Friðsamleg mótmæli eru vernduð samkvæmt stjórnarskrá en ákæruvaldið segir í þessu máli að þetta hafi ekki verið friðsamleg mótmæli vegna þess að fólk var með háreysti. Þarna hrópaði fólk og einhver sló með skeið í vatnsflöskuna sína. Ég velti fyrir mér hvað fólk megi þá eiginlega gera í mótmælum svo þau teljist frisamleg,“ segir Helgi.

Þegar mótmælendur í Dómsmálaráðuneytinu vorið 2019 hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu um að fara af vettvangi þá voru þeir handteknir. „Þau voru yfirheyrð í 4 til 5 tíma, sem mér þykir fráleitt því það voru engir rannsóknarhagsmunir undir,“ segir Helgi og bendir jafnframt á að fólk verði að fá eitthvert ráðrúm til að hlýða skipunum lögreglu. Nefnir hann til samanburðar Gálgahraunsmálið var árinu 2015 þegar nokkrir virðulegir borgarar mótmæltu lagningu nýs Álftanesvegar.

„Þá var fólkinu skipað að fara burtu og þeir sem hlýddu ekki voru bornir burt. Þeir sem fóru á svæðið aftur eftir það voru síðan handteknir. En í þessu máli fékk lögregla bara þær fyrirskipanir að fara niður í ráðuneyti og fjarlægja mótmælendur og að þeir sem hlýddu ekki yrðu handteknir.“

Hann leiður líkur að því að þessi málaflokkur, hælisleitendamál, sé hitamál og valdi því aukinni hörku. Hann undrast líka að ákært sé. „Ég held að fólk hafi oft verið tugtað til í mótmælum en svo verður ekkert meira úr því. En þarna fer þetta alla leið.“

Helgi minnir líka á meðalhófsregluna en við valdbeitingu bera ávallt að beita ekki meiri hörku en þörf er á. Ljóst sé að meðalhófsreglan hafi meira verið í heiðri höfð í Gálgahraunsmálinu en þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd