fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fljúga um á einkaþotum á sama tíma og þeir ræða um ójöfnuð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2020 17:10

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í sjálfu sér er ekkert að því að halda ráðstefnu á borð við þá sem fer fram á ári hverju í Davos. Það færi hins vegar betur á því ef látið yrði af marklausum fagurgala,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Þar er fjallað um hina árlegu efnahagsráðstefnu í Davos í Sviss þar sem áhrifafólk úr viðskiptum og stjórnmálum ræða um félagslega og efnahagslega stöðu heimsins.

Ráðstefnuninni lauk fyrir helgi og bar ýmis mál á góma, meðal annars loftslagsmál þar sem Greta Thunberg flutti erindi. Donald Trump Bandaríkjaforseti steig einnig í pontu á ráðstefnunni.

„Bæði fluttu þau ræður, sem virtist vera nokkuð vel tekið af ráðstefnugestum, en bæði fengu dynjandi lófatak fyrir. Var þó varla hægt að hugsa sér tvær ólíkari ræður, þar sem Thunberg fór mikinn um það hvernig ekkert hefði áunnist í baráttunni gegn hlýnun jarðar, þrátt fyrir að hún hefði sjálf, í eigin persónu, skammað áheyrendur í fyrra. Ræða Trumps snerist að mestu um það hvernig honum hefði tekist að hífa upp bandarískt efnahagslíf, á sama tíma og hann varaði við dómsdagsspámönnum í umhverfismálum,“ segir í leiðara Morgunblaðsins.

Bent er á það að þarna hafi Trump vísað til Gretu Thunberg sem sjálf hafi verið ósátt eftir að ráðstefnunni lauk. Hún hafi fengið það á tilfinninguna að enginn hefði hlustað á boðskap hennar um að „húsið væri að brenna“ eins og henni hefur verið tíðrætt um.

„Það var enda skiljanlegt, því að langflestir gestanna flugu á einkaþotum sínum til Davos, hlustuðu á nokkrar ræður um kolefnisfótspor og hlýnun jarðar, gáfu lófatak og flugu svo aftur heim til sín. Til viðbótar því að þykjast ræða um hvernig bjarga mætti jörðinni frá voða glímdu gestirnir við spurninguna um hvernig mætti draga úr ójöfnuði í heiminum, á sama tíma og þeir, nýlentir á einkaþotunum, gæddu sér á dýrindis krásum af matseðli sem þætti jafnvel of fínn fyrir borgarstjórnarfundi í Reykjavík.“

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að í sjálfu sér sé ekkert að því að halda ráðstefnu eins og þá sem fer fram í Davos á ári hverju.

„Það færi hins vegar betur á því ef látið yrði af marklausum fagurgala en þess í stað rætt um viðskipta- og efnahagsmál heimsins, nokkuð sem ráðstefnugestir hafa mögulega einhverja innsýn í. Eigi þetta að þróast út í marklausan matarklúbb sem eingöngu hefur þann tilgang að fóðra fjölmiðla á huggulegum myndum og merkingarlausu hjali er hætt við að bæði fundargestir og fjölmiðlar missi fljótlega áhugann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar