„Háhýsin í Skuggahverfinu, tónlistarhúsið Harpa og lúxushótelið við hlið þess hafa nú þegar höggvið stórt skarð í fjalla- og sjávarútsýni Reykjavíkur. Skipulagsyfirvöld eru eins og íbúinn á Höfn í Hornafirði sem var greinilega búinn að búa þar svo lengi að hann var hættur að taka eftir því hve einstakt útsýnið var út um stofugluggann hjá honum. Reykvíkinga vantar ekki nýtt kennileiti. Kennileiti Reykjavíkur eru fjallgarðarnir og hafið sem nú er keppst við að múra af.“