fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Banthai-kóngurinn á Hlemmi ákærður fyrir þjófnað – Sagður hafa tekið háa fjárhæð úr náttborðsskúffu konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. janúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti veitingamaður Tómas Boonchang hefur verið ákærður fyrir gripdeild í sérstæðu máli. Samkvæmt ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík sem DV hefur undir höndum er Tómasi gefi að sök að hafa tekið 420.000 krónur úr náttborðsskúffu konu einnar og haft á brott með sér af heimili hennar. Kona er ákærð fyrir hlutdeild í hinum meinta glæp. Er krafist refsingar yfir þeim báðum og greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur gerir konan sem varð fyrir hinum meinta þjófnaði kröfu um 500.000 króna miskabætur.

Atvikið á að hafa átt sér stað þann 30. desember árið 2016.

Tómas Boonchang er einna þekktastur fyrir hinn rómaða og vinsæla veitingastað Banthai við Hlemmtorg. Tómas, sem flutti til Íslands árið 1987, rekur einnig staðina Yummi Yummi og Nana Thai.

DV ræddi málið stuttlega við Tómas og vissulega kannast hann við ákæruna en segir að mál séu öðruvísi vaxin en hún gefur til kynna. Segir hann að peningarnir séu hans og hinn meinti þolandi mun vera kona sem starfaði á veitingastöðum hans. Konan sem er ákærð með Tómasi er aðili sem hann tók með sem vitni á staðinn. Segir Tómas að konan sem kærði hann hafi stolið peningunum frá honum.

„Ég hef verið spurður hvers vegna ég hafði ekki samband við lögreglu en það hefði verið slæmt fyrir hana og ég taldi betra, þar sem við erum frá sömu þjóð, að við leystum málið saman.“ Tómas segist hafa beðið konuna um að gera grein fyrir því hvaða peningarnir væru komnir. „Hún sagðist hafa tekið þá út úr banka um morguninn. Ég bað hana um að sýna mér það í einkabankanum en þá sagðist hún ekki muna lykilorðið. Ég sagði að ég hefði nógan tíma og gæti beðið þar til hún væri búin að finna lykilorðið. En hún sagðist ekki muna það. Ég fór þá með peningana og sagði henni að hún gæti sótt þá um leið og hún gæti sýnt hvaðan peningarnr væru komnir.“

Aðalmeðferð var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, föstudag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum