fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Íslendingum boðið að flytja inn löglegt kínverskt kókaín – Selt í mjög stórum skömmtum

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska síðan Made-In-China.com hefur undanfarin misseri auglýst vörur sínar á Facebook á Íslandi. Síðan býður fólki að kaupa gervifíkniefni, verkjalyf og stera í miklu magni.

Fyrrverandi oddviti Pírata á Suðurnesjum, Þórólfur Júlían Dagsson, bendir lögreglu á þetta á Facebook-síðu sinni.

„Það er víst hægt að versla kínverkst kókaín á Facebook, þarf ekki að skoða þetta?“

Mjög margar tegundir af efnum eru til sölu á síðunni. Um er að ræða verkja- og deyfilyf í flestum tilfellum, þó að sum þeirra séu örvandi og hafi svipuð áhrif og kókaín, líkt og efnið dimethocaine. Efnin eru langflest einungis seld í kílóum og sum þeirra er ekki hægt að kaupa nema þau séu keypt í tugum kílóa, en samkvæmt auglýsingunum eru efnin mjög hrein. Hægt er að senda fyrirspurnir á seljendur og ekki virðist vera mikið mál að fá efnin send til Íslands.

Í lögum um ávana- og fíkniefni er listi yfir þau efni sem bönnuð eru hér á landi. Umrædd efni er ekki að finna á listanum og þar af leiðandi á gráu svæði. Efnin eru meira að segja lögleg sumstaðar í heiminum. Samkvæmt heimildum DV er innflutningur þessara efna þó stöðvaður komist upp um að þau séu flutt til landsins. Líklega hefur flutningur á þessum efnum átt sér stað í nokkur skipti, þó ekki í jafn miklu magni og umrædd síða býður upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“