fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 08:33

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás og eignaspjöll rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þarna höfðu þrír til fjórir ungir piltar bankað upp á hjá íbúa í kjallara húss í Hlíðunum. Þegar húsráðandi kom til dyra veittust þeir að honum og við það brotnaði rúða. Strákarnir hlupu síðan á brott.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort piltarnir hafi fundist eða hvort húsráðandi hafi hlotið einhverja áverka.

Skömmu síðar var tilkynnt um þjófnað á leigukerru frá bensínstöð í Seljahverfi. Að því er segir í skeyti frá lögreglu sá ökumaður þegar menn reyndu að stela umræddri kerru og elti hann þjófana sem óku af vettvangi með kerruna. Þjófarnir urðu varir við eftirförina, stöðvuðu bifreiðina og losuðu sig við kerruna. Þeir óku síðan á brott og náðust ekki.

Nokkur önnur mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Á fimmta tímanum var tilkynnt um ofurölvi erlendan mann í miðborginni. Hann gat ekki gert grein fyrir því hvar hann byggi og var hann sökum veðurs vistaður í fangageymslu lögreglu meðan hann sefur úr sér. Þessu til viðbótar voru nokkrir stöðvaðir í umferðinni sem ýmist eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar