fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hauskúpan er af föður Birgittu: Gekk út á aðfangadagskvöld og kom aldrei aftur

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 17:55

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist hefur að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst á sandeyrum Ölfusaróss þann 3. október árið 1994. Höfuðkúpan reyndist vera af Jóni Ólafssyni en hann var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata.

Á aðfangadagskvöld árið 1987 stóð Jón Ólafsson upp og sagðist ætla að fara með pakka í næsta hús. Hann kom aldrei aftur en talið er að hann hafi kastað sér í Sognið seinna sama kvöld. „Það er rosalega mikill léttir að fá að loka þessu, grafa hann og einhvern veginn fá fullkomna staðfestingu á því að hann sé í raun og veru dáinn,“ segir Birgitta í samtali við Fréttablaðið um málið. „Þó svo að maður viti það á einhverju leveli, að þá er það ekki alveg raunverulegt þangað til maður fær líkamlega staðfestingu,“

„Dauði pabba gerði mig að betri manneskju“

Birgitta tjáði sig um sjálfsvíg föður síns í viðtali við DV árið 2010. Þar sagði hún að ekkert hafi bent til þess að faðir hennar hafi verið þunglyndur, hvað þá að hann væri að fara að svipta sig lífi. „Hann var skipstjóri og hafði lent í sjóskaða nokkrum mánuðum fyrr þar sem hann bjargaði lífi skipsfélaga síns. Við það meiddist hann og þurfti að hætta á sjónum. Ég held að hann hafi orðið þunglyndur upp frá því,“ sagði Birgitta en hún sagði einnig frá því að áður en faðir hennar dó þá hafði hún sjálf verið haldin mikilli sjálfseyðingarhvöt.

„Ég væri sjálf ekki á lífi ef hann hefði ekki dáið. Viið dauða hans þurfti ég að vera sterk fyrir aðra fjölskyldumeðlimi og þetta fékk mig til þess að hætta að hugsa bara um sjálfa mig. Ég upplifði hversu hræðileg áhrif svona missir hefur á fólk og ég gæti aldrei lagt það á ástvini mína. Ég hafði ákveðið þegar ég var ung að ef ég myndi ekki deyja áður en ég yrði tuttugu og fimm ára myndi ég taka málin í eigin hendur. Þetta var bara einhver fantasía. En dauði pabba varð til þess að ég þurfti að takast á við persónubresti mína og það gerði mig að betri manneskju.“

Hauskúpan var geymd í 25 ár

Í tilkynningu lögreglu um málið segir að hauskúpa Jóns hafi fundist norðan Nauteyrattanga. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri gómi. Farið var með kúpuna til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og á hennar vegum gerðar þær skoðanir og mælingar sem unnt var miðað við tækni þess tíma. Ekki tókst að bera kennsl á það hverjum umrædd höfðukúpa tilheyrði og var hún því sett í geymslu.

DNA sýni vörsluð í gagnabanka

Í lok mars á síðasta ári var ákveðið að reyna á ný og því var tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að líkindum frá árunum um og eftir 1970.

„Þá var þess freistað að ná nothæfu DNA sýni úr kúpunni og var það sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar,“

Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Enn á eftir að fá sýni frá nokkrum einstaklingum og verður þeirri vinnu haldið áfram á þessu ári. Lögreglumönnum við þessa vinnu hefur verið afar vel tekið af þeim sem leitað hefur verið til. Sýnin eru vörsluð í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við DNA snið þeirra sem finnast, hvort sem það er í okkar tíð eða komandi kynslóða.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”