fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Skúli reynir að losna við Svein Andra sem skiptastjóra WOW air – Málið komið á dagskrá héraðdóms

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, gegn Sveini Andra Sveinssyni lögmanni, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag. Í dagskrá dómstólsins er viðburðurinn skráður sem „annað“. Mun vera um að ræða formlegan fund málsaðila og dómara.

Hvorki Skúli né Sveinn Andri vildu tjá sig um málið við DV en Skúli er sagður byggja kröfu sína á því að Sveinn Andri hafi veitt rangar og villandi upplýsingar um mikilvæg mál tengd þrotabúinu, bæði í fjölmiðlum og á skiptafundum. Segir Skúli að með þessu hafi Sveinn Andri rýrt verulega það traust sem þarf að ríkja til hans sem skiptastjóra. Skúli vísar að sögn meðal annars til frétta Fréttablaðsins um kaup bandarísku kaupsýslukonunnar Ballarin á eignum þrotabúsins. Í tengslum við þær var haft eftir Sveini Andra að Ballarin hefði nú þegar greitt kaupverðið.

Skúli segir einnig að Sveinn Andri hafi einnig sýnt af sér vanrækslu við upplýsingagjöf um skiptakostnað og þóknanir og að hann hafi tekið sér þóknun úr þrotabúinu án þess að hafa heimild til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum