fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hjallastefnan stytti vinnutíma starfsfólks – Svona hefur það gefist, segir Þórdís

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú eru tvö ár síðan við í Hjallastefnunni ákváðum að stytta vinnutíma hjá öllu starfsfólki um eina klukkustund á hverjum degi,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.

Þórdís skrifar pistil sem birtur er á Facebook-síðu Hjallastefnunnar, en tilefnið er umræðan um styttingu opnunartíma leikskólanna. Eins og greint hefur verið frá hefur meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkt að stytta opnunartíma leikskólanna frá og með 1. Apríl næstkmandi. Verður almennur opnunartími frá 07:30 til 16:30 í stað 17:00. Stýrihópur um umbætur og skipulag leikskólastarfs telur að með styttingunni minnki álag á börn, stjórnendur og starfsmenn í leikskólunum.

Þórdís segir það hafa verið stórkostlegt að allt starfsfólk, nær 500 manns, hafi tekið þátt í að móta vinnutíma sinn. Hún tíundar svo ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að ráðast í breytinguna.

„Ástæða þess að ráðist var í þetta var að allir sjá að álagið í leikskólum er of mikið. Bæði fyrir börnin sem og starfsfólkið. Við ákváðum því að breyta allri nálgun á vinnutímann og hamingjan sanna við höfum sannað að þetta er hægt. Fjöldi mælinga liggja fyrir sem sýna að við erum á réttri leið og gott betur,“ segir Þórdís sem telur að við sem samfélag þurfum á vinnufyrirkomulag atvinnulífsins heildstætt.

„Við verðum að hafa getu til að búa til umhverfi sem hentar öllum. Í dag er það þannig að það kerfi sem var hannað af karlmönnum á þar síðustu öld hentar hvorki konum né börnum og þar af leiðandi verðum við að breyta því. Besta spurninginn er – hver segir að átta klukkustunda vinnudagur sé besta hugmyndin? Hver segir að það sé góð hugmynd að allir fari á sama tíma í og úr skólanum eða vinnunni? Þetta eru úreltar og gamlar hugmyndir sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni og sóunin innan þessa ramma er gríðarleg. Hér gæti ég rætt um umferðarmál sem og lýðheilsumál og vitnað í tölur frá Virk – og hverjir enda þar!“

Þórdís telur að við þurfum að nota tækifærið og ræða málin út fá þörfum barna, kvenna, karlmanna og fjölskyldunnar.

„Ekki út frá þörfum nokkurra einstaklinga sem halda að átta tíma vinnudagur sé eina leiðin og hanga á því og krefjast að allt samfélagið spili leikinn þeirra. Við í Hjallastefnunni höfum reynslu af styttingu vinnutímans og nýjum nálgunum ef einhver hefur áhuga á að hlusta. Notum tækifærið og breytum úreltum hugmyndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast