Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 18. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Salan trompaði ábreiðurnar

Katrín Sigurðardóttir var aðeins tíu ára gömul þegar hún gaf út geisladisk með ábreiðum af vinsælum lögum árið 2002. Hún sagði skilið við söngferilinn þegar hún varð eldri og hóf nám við Háskóla Íslands í ferðamálafræði með markaðsfræði og alþjóðaviðskipti sem aukagrein. Í dag starfar hún í söludeildinni hjá Nordic Visitor.

 

Úr dúfu í fjárfestingar

Hlutverk Benjamíns dúfu fylgdi Sturlu Sighvatssyni langt fram að fullorðinsárum. Sturla kom einnig fram í kvikmyndunum Skýjahöllin og 101 Reykjavík og fór með hlutverk Emils í Kattholti í langlífri sýningu Þjóðleikhússins árið 1992. Á síðari árum lagði hann leiklistina til hliðar og stundaði nám í viðskiptalögfræði og starfar í dag við fasteignaþróun og fjárfestingar.

 

Á morgun segir sá …

Jónmundur Grétarsson gerði garðinn frægan í leiksýningunni Bugsy Malone í Loftkastalanum á sínum tíma, sér í lagi með laginu Á morgun. Árið 2011 hlaut hann fótboltastyrk við Academy of Art University í San Francisco. Einnig vann hann til fjölda verðlauna í fimleikum og hefur spilað knattspyrnu.

 

Leiðsögn í London

Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir heillaði marga íslenska kvikmyndagesti upp úr skónum þegar hún lék í barna- og fjölskyldumyndinni Regínu. Á unglingsárunum hóf hún leiklistarnám við Rose Bruford College í London og tók upp erlenda sviðsnafnið Siddý Holloway. Á endanum vék leiklistin fyrir leiðsögumannastarfi fyrir London Transport Museum.

 

Bíódagar eða bíladagar?

Örvar Jens Arnarsson fór eftirminnilega með hlutverk Tómasar í kvikmyndinni Bíódagar sem kom út árið 1994. Þá var hann rétt um tíu ára gamall en leiklistaráhuginn vék síðar fyrir öðru. Örvar er menntaður viðskiptafræðingur í dag og hefur starfað hjá Zo-On Iceland, Latabæ og Budget-bílaleigu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi

Tveir strákar réðust á ungan mann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftirför í miðborginni

Eftirför í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“