fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Móðir Guðmundar Freys greinir frá forsögu atviksins – „Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætlaði að ganga á milli og þá rak hann hnífinn í áttina að mér,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar Freys Magnússonar, en Guðmundur er grunaður um að hafa myrt kærasta Kristínar, í Torrevieja á Spáni um síðustu helgi.

Staðfestir Kristín þar með frásagnir spænskra fjölmiðla um að Guðmundur verði einnig ákærður fyrir líkamsárás á hana. ‚

„Það er engin ástæða,“ svarar Kristín þeirri spurningu blaðamanns um hver hafi verið ástæðan fyrir voðaverkinu. „Hann var búinn að fara í garða allt í kring og þar voru hundar sem vöktu eigendurna og þegar lögregla og sjúkrabíll voru komin með blikkandi ljósin þá kom það fólk til að sjá mynd af honum sem ég hafði fært lögreglu. Allir staðfestu að þetta væri sami maður. Þannig að það var bara hending hvar hann gæti brotist inn,“ segir Kristín og ljóst samkvæmt hennar frásögn að framferði Guðmundar var eingöngu sprottið af þörf fyrir peninga fyrir skammti af fíkniefnum:

„Hann var bara að reyna að ná sér í eiturlyf. Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan.“

Guðmundur Freyr situr í gæsluvarðhaldi í Torrevieyja vegna málsins og var hann leiddur fyrir dómara í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Spáni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“