fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Halldór Auðar biðst afsökunar á að hafa hjólað í barn – „Ég skammast mín“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, lenti í hörðum deilum á Twitter í gær. Deilurnar snérust um áfengisveitingar á vegum Sambands ungra Sjálfstæðismanna en Halldór átti í deilunum við strák á grunnskólaaldri.

„Í dag lenti ég í hörðu rifrildi á hér á forritinu um áfengisveitingar á vegum SUS til einstaklinga undir lögaldri og tók það meira að segja yfir á Facebook. Svo var mér bent á að hann er sjálfur barn. Ég hef því sjálfur gengið of langt gagnvart honum og skammast mín fyrir það,“ segir Halldór á Twitter um málið. Deilurnar spruttu upp í kjölfar þess að birt var mynd af flugeldadrasli fyrir utan Valhöll. Sú sem deildi myndinni velti því fyrir sér hvort þessir flugeldar hafi verið á vegum Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Í kjölfarið hjóluðu margir í SUS. „Sjálfstæðisfólk er verndað af lögunum en þarf ekki að fara eftir þeim,“ segir Vilhjálmur nokkur og heldur áfram: „Annað fólk þarf að fara eftir lögunum en er ekki verndað af þeim. Sjálfstæðisfólk má þess vegna skjóta upp flugeldum þegar því sýnist. Óknyttastrákar í Breiðholti mega það hins vegar alls ekki.“ Þá segist kona hafa verið mjög pirruð á hávaðanum þar sem hún var að passa barn mjög nálægt. „Var alvarlega farin að íhuga að hringja í lögregluna,“ segir hún.

„Mjög gróft hjá mér“

Drengurinn sem Halldór lenti upp á kant við var afar duglegur að verja Samband ungra Sjálfstæðismanna í athugasemdum við myndina. Þegar Fríða nokkur fór að tala um áfengisgjafir SUS til unglinga var drengurinn ekki sáttur. „Hættu þessu bulli. Samband Ungra Sjálfstæðismanna hefur aldrei brotið nein lög og þrýstir aldrei og hefur aldrei þrýst á unglinga til þess að neyta áfengis,“ sagði drengurinn meðal annars.

Halldór segist hafa verið of fljótur á sér. „Já það er í sjálfu sér ekkert að því að krakkar spreyti sig á svona umræðum en það þarf þá líka að hafa smá slaka,“ segir Halldór. „Ég var að álykta rosalega mikið út frá hans skoðunum og það var mjög gróft hjá mér að taka þetta út fyrir Twitter, búinn að eyða af Facebook. Þegar fólk er undir nafni þá ber maður ákveðna ábyrgð á því að átta sig á hvern maður er að tala við og haga sér í samræmi við það. Ég var ekki að gæta að því og tek þá ábyrgð alveg á mig, passa mig í framtíðinni.“

Uppfært:  13:15

Drengurinn sem um ræðir í fréttinni hafði samband við DV og vildi koma því til skila að hann tekur afsökunarbeiðni Halldórs gilda. Hann segist hlakka til að eiga í fleiri málefnalegum umræðum við hann í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum