Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Guðmundur Freyr báglegur í spænskum fjölmiðlum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Freyr Magnússon, Íslendingurinn sem grunaður er um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana í Torrevieja á Spáni um helgina, var leiddur fyrir dómara í gær. Spænski fjölmiðillinn Información birtir myndir af því. Af myndum að dæma virðist Guðmundur bæði þreytulegur og báglegur.

Informacíon greinir frá máli Guðmundar Freys en ásamt fréttinni um málið birtir fjölmiðillinn myndband af Guðmundi í járnum þar sem hann er leiddur frá dómssal. Í myndbandinu má einnig sjá lögreglumenn halda þéttings fast utan um Guðmund og ýta honum inn í lögreglubílinn.

Skjáskot úr myndbandinu má sjá hér fyrir neðan.

Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alicante, sagði í samtali við Vísi að dómarinn hafi í gær tekið afstöðu til gagna lögreglu í málinu og úrskurða svo hvort Guðmundur muni sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Þá mun dómarinn einnig geta sagt okkur hvert er ákæruatriðið, hver er glæpurinn sem maðurinn gæti hafa framið. Hvort þetta er manndráp af gáleysi eða ásetningi. […] Þetta vitum við ekki fyrr en dómarinn hefur tekið afstöðu þar sem það er hægt að flokka manndráp mismunandi eftir alvarleika þess,“ sagði Garcia.

Guðmundur er fertugur að aldri en hann er sagður hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og mannsins í Torrevieja. Atvikið átti sér aðfaranótt sunnudags að staðartíma.

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að til átaka hafi komið milli mannanna sem hafi lyktað með því að Guðmundur Freyr hrinti stjúpföður sínum á glugga. Samkvæmt heimildum DV leikur hins vegar mikilli vafi á því að um átök hafi verið að ræða heldur hafi Guðmundur Freyr mögulega ráðist á manninn sem ekki hafi haft bolmagn til að verja sig.

Hlaut maðurinn skurði af glerbrotum og varð fyrir það miklum blóðmissi að hann lést. Einnig hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að stungusár hafi fundist á hinum látna sem ekki verði rakin til glerbrotanna úr rúðunni. Heimildir DV herma einnig að börn hins látna þekki ekkert til Guðmundar Freys og kynni hans og hins látna hafi verið lítil.

Guðmundur Freyr á sakaferil að baki en árið 2007 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir íkveikju í Þorlákshöfn þar sem kona og tvö börn voru hætt komin. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum