fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ómar bregst við ásökunum um að hann sé of ágengur við sakborninga – „Þeir fiska sem róa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ómar Valdimarsson liggur undir ámæli um að hann sé of ágengur við að hringja í sakborninga sem nefndir eru á nafn í dagskrám héraðsdómstóla. Þetta kemur fram í frétt á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi nú ákveðið að fella nöfn sakborninga út úr dagskrá sinni. Að sögn kollega Ómars, Sveins Andra Sveinssonar, er það vegna meintrar ágengni Ómars.

Formaður lögmannafélagsins kannast einnig við þessar kvartanir, að sögn Fréttablaðsins. Sveinn Andri skrifar um ónefndan lögmann, sem Fréttablaðið segir að sé Ómar:

Það er venja hjá okkur lögmönnum sem sinnum verjendastörfum að renna reglulega yfir dagskrá dómstólanna til að sjá hvort einhver af okkar skjólstæðingum eigi að mæta í dómi. Nú skilst mér að Héraðsdómur Reykjaness hafi ákveðið að hætta birtingu nafna á sakborningum á dagskrá réttarins þegar um þingfestingar er að ræða. Ástæðan er mikið ónæði frá ákveðnum lögmanni úti í bæ sem hringir í alla sem koma fyrir á dagskrá réttarins og býður sig fram sem verjanda.

Ég færi viðkomandi engar þakkir frá okkur kollegum hans fyrir þetta óhagræði sem hann veldur.

Ómar segist hafa samband við þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda

Ómar gerir grein fyrir afstöðu sinni í ummælum undir frétt Fréttablaðsins. Hann segir að þeir sem helst þurfa á lögmanni að halda muni helst líða fyrir það að nöfn sakborninga séu tekin út úr dagskrá dómstóla. Hann segist eingöngu hafa haft samband við aðila sem ekki eru komnir með verjanda. Ómar skrifar:

Tvistur, þristur, Jesús Kristur.

Dómstóll ákveður upp á sitt einsdæmi að afmá nöfn sakborninga úr dagskrá sinni, af því að lögmaður vogar sér að hafa samband við einstaklinga sem ekki eru skráðir með verjanda í þeirri sömu dagskrá og bjóða fram þjónustu sína.

Hverjir eru það sem munu líða fyrir það?

Jú, helst einstaklingarnir sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Mjög stór hópur einstaklinga ratar inn í dómskerfið án þess að njóta nokkurn tíma aðstoðar verjanda. Af hverju í veröldinni ættu lögmenn ekki að geta boðið þeim þjónustu sína?

Sú viðleitni lögmanna að bjóða fram þjónustu að eigin frumkvæði til einstaklinga sem ákærðir hafa verið leiðir til þess að fleiri sakborningar njóta aðstoðar verjenda þegar hið opinbera sækir að þeim. Í því felst aukið réttaröryggi og skyldi enginn velunnari réttarríkisins gagnrýna slíka viðleitni.

Þeir fiska sem róa. En auðvitað skal þetta lögmál ekki gilda í lögmannsstétt, þar sem gamlir hagsmunaaðilar vilja fá að verjast markaðslögmálunum með kjafti og klóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar