fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Héraðssaksóknara gegn brennuvarginum á Bræðraborgarstíg var þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa orðið þrem að bana og fyrir íkveikju.

Ekki er vitað til þess að einn og sami maðurinn hafi verið ákærður fyrir svo mörg morð. Á 6. áratugnum myrti maður fjölskyldu sína en framdi sjálfur sjálfsmorð áður en hann var ákærður.

Fram kom við þingfestingu málsins að geðmat hefur þegar farið fram og að maðurinn sé ósakhæfur að mati geðlækna. Það þarf þó ekki að þýða að dómstóll taki sér þá afstöðu, enda er ósakhæfi fyrst og fremst lagalegt mat, ekki læknisfræðilegt. Dómari er þar af leiðandi ekki bundinn af málinu. Símon Sigvaldason, dómstjóri, mun líkast til dæma í málinu.

Verjandi mannsins, Stefán Karl Kristjánsson, sóttist eftir því að þinghaldið yrði lokað en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari mótmælti kröfunni. Svo fór að dómari lokaði ekki þinghaldinu, og var blaðamönnum því ekki vísað út. Færði Stefán þau rök fyrir að þinghald yrði lokað að matsgerð á geðheilbrigði mannsins yrði til umfjöllunar í dómsal og að lýsingar á atvikum yrðu „lítt geðslegar.“

Ákærði neitaði sök

Þegar dómari hafði ákveðið að þinghald yrði ekki lokað var gert stutt hlé á þinghaldi á meðan sakborningur var leiddur inn í réttarsal í grárri hettupeysu með andlitsgrímu. Við hlið hans sátu lögmaður hans, Stefán Karl, og túlkur sem túlkaði það sem fram fór yfir á móður mál hins ákærða. Farið var yfir ákæruna þegar hann hafði komið sér fyrir og ákærði spurður hver afstaða hans væri til ákærunnar. maðurinn neitaði sök.

Málinu var að lokum frestað aftur og var maðurinn leiddur út af lögreglumönnum Héraðssaksóknara.

mynd/Heimir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“