fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Morgunblaðið óttast að landið verði opnað upp á gátt fyrir flóttamönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 20:43

Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Augljóst er að hugmyndir um að galopna landið og hleypa öllum inn sem hingað vilja koma ganga þvert gegn hagsmunum Íslendinga sem gætu með engu móti tekið á móti þeim fjölda sem hingað
vill koma. Raunsæi verður að ráða för,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Þar eru gerð að umfjöllunarefni áform Evrópusambandsins um að leggja af hina svonefndu Dyflinnar-reglugerð. Hún felur í sér að aðeins skal taka til meðferðar umsókn um hæli í einu aðildarríkja Evrópusambandsins, auk Íslands og Noregs. Ef hælisleitandi hefur fengið synjun á umsókn um hæli í einu ríki og flýr þaðan í annað ríki, þá geta yfirvöld í því ríki sent hann aftur til landsins þaðan sem hann kom, þ.e. fyrsta örugga landsins sem hann flúði til.

Ursula von de Leyen, framkvæmdastjóri ESB lýsti því yfir á miðvikudag að sambandið hygðist setja nýjar reglur um málefni flóttamanna sem kæmu í staðinn fyrir Dyflinnarreglugerðina og ættu að stuðla að því að dreifa ábyrgð á flóttamannavandanum betur á milli Evrópuríkja en mun meiri flóttamannastraumur er til ríkja sunnarlega í Evrópu en í norðurhlutanum.

Morgunblaðið bendir á að þrátt fyrir Dyflinnarreglugerðina sæki mikill fjöldi fólks hingað til lands í leit að pólitísku hæli. Fólk hafi á undanförnum árum flætt stjórnlaust inn í landið.

Í lok leiðarans segir:

„Arftaki Dyflinnarreglugerðarinnar verður kynntur betur í næstu viku. Ljóst er að það mun skipta íslensk stjórnvöld miklu máli, að þar verði áfram tryggt, að Ísland eigi einhverja möguleika á að verja landamæri sín og ákveða hverjir geta komið hingað og sest að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina
Fréttir
Í gær

Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega

Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega
Fréttir
Í gær

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“
Fréttir
Í gær

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli
Fréttir
Í gær

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu