fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Heimir Hannesson
Föstudaginn 18. september 2020 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur birt manni ákæru fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í lok júní þessa árs. Mbl.is sagði frá þessu í morgun. Maðurinn er á sjötugsaldri og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í júní. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt í dag um fjórar vikur.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, mun sækja málið fyrir hönd Héraðssaksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga sem og 164. grein.

211. grein segir: Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.

164. grein segir: Valdi maður eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 6 mánuði. Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.

Þrír pólskir ríkisborgarar létust í brunanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina
Fréttir
Í gær

Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega

Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega
Fréttir
Í gær

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“

Davíð ósáttur við umfjöllun um Stuðla – „Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við“
Fréttir
Í gær

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli
Fréttir
Í gær

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu