fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jón Baldvin krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli – Þinghald verður opið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. september 2020 10:26

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson krefst þess að ákæru gegn honum fyrir kynferðisbrot verði vísað frá dómi. Þetta kom fram hjá Fréttablaðinu.

Þingfesting ákæru á hendur Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot fór fram í morgun. Málið varðar meint kynferðisbrot Jóns Baldvins gegn Carmen Jóhannsdóttur. Meint brot átti sér stað á Spáni og telur Jón Baldvin að íslenskir dómstólar hafi ekki lögsögu í málinu.

Hvorki Jón Baldvin né Carmen voru viðstödd þingfestingu. Málsaðilar gerðu ekki kröfu um lokað þinghald og dómari ákvað því að þinghald í málinu verði opið.

Jón Baldvin vakti sjálfur athygli á ákærunni í grein sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Carmen hefur sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni á heimili hans og Bryndísar Schram á heimili þeirra í Andalúsíu þann 16. júní 2018 eftir leik Íslands gegn Argentínu í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sakar Carmen Jón Baldvin um að hafa strokið henni utan klæða og niður eftir rassi. Móðir Carmenar er vitni.

Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin fyrir 30. október.

Á síðasta ári stigu sjö konur fram undir nafni og sökuðu Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Alls 23 konur hafa birt sögur sínar á Netinu á sérstakri vefsíðu.  Þar segir

„Hér er að finna 23 nafnlausar sögur þolenda af kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar sem ná yfir nær 60 ár. Við viljum gera þær opinberar í anda þeirrar bylgu sem farið hefur yfir heiminn og sameinar konur þegar þær segja: Ég líka – Me too“ Við viljum að það samfélag sem hefur litið undan þrátt fyrir að kynferðisbrot hans hafi verið gerð opinber geti nú lesið þær reynslusögur sem er okkar sannleikur. Þannig viljum við frelsa okkur frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafa valdið okkur í áratugi. Við erum frelsinu fegnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar