fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Landsbankinn varar við ástarsvikum – Segir fólk falla í gildruna eftir sambandsslit eða fráfall maka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 17:21

Hinar gömlu höfuðstöðvar Landsbankans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið,“ segir í nýrri tilkynningu á vef Landsbankans þar sem varað er við ástarsvikum.

Segir í greininni að tilvikin hér á landi séu 48 frá árinu 2017 en þeim hafi töluvert fjölgað undanfarið. Þá segir að tæplega 60% þolenda þessara glæpa séu karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri en konum í þolendahópnum hafi farið fjölgandi undanfarið.

Landsbankinn segir að svikahrapparnir geti verið mjög sannfærandi en þeir leita að fórnarlömbum á samfélagsmiðlum og stefnumótasíðum eða -öppum:

„Það er ekki tilviljun að svikararnir leita fórnarlamba á samfélagsmiðlum, stefnumótasíðum og -öppum. Ástæður þess að fórnarlömb falla í gildruna geta verið ótal margar, til að mynda tilfinningalegt uppnám og sorg eftir sambandsslit eða fráfall maka. Lýsingar svikaranna geta verið afskaplega sannfærandi, þar sem innri og ytri aðstæðum eru gerð ítarleg skil í nákvæmum frásögnum, jafnvel með réttum staðháttalýsingum og vel útfærðu myndefni sem er stolið héðan og þaðan af netinu. Þegar nýja ástin ytra byrjar svo af mikilli einlægni að lýsa sárri reynslu í sínum einka- og heimahögum, eru fyrstu viðbrögð fórnarlambsins gjarnan þau að rétta fram hjálparhönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Í gær

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag