fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Reynir segir að móðir sín hafi verið svipt frelsi sínu – „Furðulegt og óhugnanlegt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 11:43

Reynir Traustason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það ríkir furðulegt og sumpart óhugnalegt ástand á Hlíf á Ísafirði þar sem móðir mín dvelur,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, í opinni Facebook færslu sem hann birti í dag.

Kona á níræðisaldri sem dvelur á Hlíf, dvalarheimili fyrir aldraða, greindist um helgina með COVID-19. „Í framhaldinu var öllu skellt í lás,“ segir Reynir. „Móðir mín var sett í stranga einangrun sem hún ræður engan veginn við. Bræðrum mínum og mágkonum er harðbannað að hafa við hana samskipti, hvorki í tveggja metra fjarlægð eða meira. Tengdadóttir hennar sem er ónæm fyrir veirunni mátti ekki fara til hennar í sóttvarnarbúningi.“

Reynir segir að allt sem móðir hans fær er sett í andyrið hjá henni og að hún fái ekkii að hitta neinn nema hugsanlega einhvern starfsmann. „Þetta er að mínu mati mannréttindabrot og óboðleg meðferð á manneskju sem glímir við það að geta ekki séð um sjálfa sig óstudd.“ Hann segir þó að þetta sé ekki á ábyrgð þeirra sem stjórna á Hlíf, það fólk deili sömu áhyggjum og hann. „Heilbrigðisyfirvöld bera alla ábyrgð á frelsissviptingu og einangrun hennar,“ segir Reynir í lok færslunanr.

„Þetta er hið dularfyllsta mál og ég skil vel óánægju og reiði fólks varðandi þessar íþyngjandi hömlur,“ sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Mannlíf um málið. Gylfi segir að framundan sé fundur þar sem málið verður rætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli