fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Unnið að því að opna frístundarstarf fyrir börn í grunnskólum sem smit kom upp í

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 24. ágúst 2020 12:27

Álftamýrarskóli. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að vinna að úrræði fyrir börn í þeim skólum í Reykjavíkurborg þar sem skólastarf frestast til 4. september vegna smits sem upp kom um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er verið að vinna í ráðningum á starfsfólki fyrir frístundaheimili skólanna til að hægt sé að starfrækja þau fyrir hádegi þar til skólahald hefst. Ráðningar ganga vel að sögn starfsmanns hjá upplýsingasviði Reykjavíkurborgar.

Um helgina var sagt frá smitum sem upp komu í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og Hvassaleitisskóla.

Komið hefur fram í tilkynningu frá borginni að starfsemi frístundaheimilanna raskast ekki vegna þeirra smita sem komið hafa upp. Í einkareknum skóla líkt og barnaskóla Hjallastefnunnar er hins vegar allt frístundastarf lokað nema fyrir börn í forgangi það er að segja börn starfsfólks í framvarðarsveit (eru á forgangslista yfirvalda), sem stendur.

Hvorki var hægt að staðfesta hvort, né hvenær, úrræðið verður ljóst í skólum á vegum Reykjavíkurborgar. Í samtali við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kom fram að kennsla í skólunum sem um ræðir átti að hefjast um miðja viku. Má því búast við að þetta liggi fyrir á næstu dögum. Að sögn starfsmanns hjá upplýsingadeild Reykjavíkurborgar, verður ekki hægt að lofa öllum börnum plássi í úrræðinu. Yngstu börnin munu ganga fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist