fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Slasaðist í sprengingu í Heiðmörk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 06:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18.50 í gær var tilkynnt um slys við Heiðmerkurveg í Garðabæ. Að sögn vitnis fann maður sprengju í rjóðri við göngustíg og fór að eiga við hana. Hún sprakk og slasaðist maðurinn mikið á hendi. Hann var fluttur á Bráðadeild.

Tveir menn voru handteknir um klukkan 23, grunaðir um líkamsárás í hverfi 104. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og fórnarlambið var flutt á Bráðadeild.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem er grunaður um hnupl úr verslun á Granda. Það var sokkapar að verðmæti 2.179 króna sem virtist hafa freistað hans.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Ekki er talið að neinu hafi verið stolið.

Klukkan eitt í nótt var ofurölvi maður handtekinn í Árbæ. Hann var að ónáða fólk með hávaða og látum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“