Tveir menn voru handteknir um klukkan 23, grunaðir um líkamsárás í hverfi 104. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og fórnarlambið var flutt á Bráðadeild.
Lögreglan hafði afskipti af manni sem er grunaður um hnupl úr verslun á Granda. Það var sokkapar að verðmæti 2.179 króna sem virtist hafa freistað hans.
Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Ekki er talið að neinu hafi verið stolið.
Klukkan eitt í nótt var ofurölvi maður handtekinn í Árbæ. Hann var að ónáða fólk með hávaða og látum. Hann var vistaður í fangageymslu.
Fimm ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.