fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Slasaðist í sprengingu í Heiðmörk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 06:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18.50 í gær var tilkynnt um slys við Heiðmerkurveg í Garðabæ. Að sögn vitnis fann maður sprengju í rjóðri við göngustíg og fór að eiga við hana. Hún sprakk og slasaðist maðurinn mikið á hendi. Hann var fluttur á Bráðadeild.

Tveir menn voru handteknir um klukkan 23, grunaðir um líkamsárás í hverfi 104. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og fórnarlambið var flutt á Bráðadeild.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem er grunaður um hnupl úr verslun á Granda. Það var sokkapar að verðmæti 2.179 króna sem virtist hafa freistað hans.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Ekki er talið að neinu hafi verið stolið.

Klukkan eitt í nótt var ofurölvi maður handtekinn í Árbæ. Hann var að ónáða fólk með hávaða og látum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“