fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Einn stærsti samningur íslensks fyrirtækis – 500 milljarðar á 10 árum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvotech hefur samið við alþjóðlega lyfjarisann Teva Pharmaceuticals um samstarf um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum. Samningurinn tryggir Alvotech mörg hundruð milljarða í tekjur á næstu tíu árum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þetta sé einn stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki hefur gert til þessa.

„Við gerum ráð fyrir því að Bandaríkin skili okkur um 500 milljarða króna tekjum á næstu tíu árum. Þessi samningur er stór hluti af því.“

Hefur blaðið eftir Róbert Wessman, stofnand Alvotech.

Meðal þeirra lyfja sem Alvotech er nú með í þróun eru meðal annars notuð til meðferðar við gigt og krabbameini og eru meðal söluhæstu lyfja heims í dag. Með samningnum hefur Teva tryggt sér markaðsleyfi fyrir lyf Alvotech þegar þau koma á markað á næstu árum. Lyfin verða framleidd hér á landi í hátæknisetri fyrirtækisins.

Alvotech stefnir að enn frekari vexti hér á landi og reiknar með að ráða allt að 70 vísindamenn og sérfræðinga til viðbótar við þá 480 sem starfa nú þegar hjá fyrirtækinu.

Aðspurður sagði Róbert að samningurinn við Teva sé stærsti samningur Alvotech til þessa og líklega sá stærsti sem gerður hafi verið í þeim geira sem fyrirtækið starfar í. Hann sagði að þróun og framleiðsla líftæknilyfja gæti orðið ein af burðarstoðum íslensks útflutnings.

„Við sjáum fyrir okkur að bæði Alvotech og Ísland geti verið í leiðandi hlutverki á sviði líftækni á heimsvísu og samhliða því verði til ný atvinnugrein hér á landi. Það eru ekki mörg fyrirtæki í heiminum eins og Alvotech vegna þess að þekkingin, sem lyfjaþróun af þessu tagi krefst og við erum að byggja upp hér á landi, er vandfundin.“

Sagði Róbert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Í gær

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“