fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 17:35

Sindri Viborg og frá Njarðvík. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því þann 24. júlí að 12 ára stúlka með tourette-sjúkdóminn yrði fyrir grimmilegu einelti og ofbeldi. Fjölskyldan býr í Njarðvík. „Eineltið byrjaði fljótlega eftir að við fluttum hingað. Þá var hópur sem elti hana heim úr skóla, hún var barin og kom oft marin heim,“ sagði móðir stúlkunnar.

Fram kom að hópurinn sem ofsækir dóttur hennar fari vaxandi. Þá greindi móðirin frá nýlegu atviki sem fyllti mælinn, varð til þess að hún tjáði sig um ástandið í íbúahópi á Facebook og veitti DV viðtal um málið:

„Það voru þrjár stelpur á svipuðum aldri og hún sem báðu hana að hitta sig í gær fyrir utan Akurskólann, bara til að níðast á henni, sögðu að hún væri skrítin og fötluð og ein af þeim byrjaði að hrinda henni. Svo í kvöld voru tvær stelpur sem veru mjög ljótar í orðum við hana þegar þær sáu hana í kippum. Þetta er nánast hvern einasta dag sem börn koma svona fram við hana þegar þau sjá að hún er með frávik. Þetta eru bæði stelpur og strákar frá aldrinum 11-14 ára sem koma svona fram við hana.“

Frétt DV vakti mikla athygli og segist móðirin hafa fengið mjög góð viðbrögð eftir hana. Meðal annars varð þeirra vart í spjalli innan íbúahópsins á Facebook. Stjórnarfólk í Tourette-samtökunum hafði samband við DV og óskaði eftir því að þeim yrði komið í samband við móðurina. Svo varð og eftir þau samskipti er móðirin bjartsýn á að tekið verði á þessu vandamáli.

„Það kom til okkar maður frá samtökunum á fimmtudag. Hann ætlar í báða skólana hér. Þetta hefur bara verið frábært, fólk er líka að senda okkur uppörvandi skilaboð. Báðir skólarnir hérna hafa haft samband og líka sérskólinn sem hún er í, þau höfðu samband og buðu okkur að koma,“ segir móðirin.

Aðspurð hvort dregið hafi úr áreitinu gegn dóttur hennar undanfarið sagði hún að ekki hefði reynt á það þar sem hún hefði verið í burtu á ferðalagi. Hún er bjartsýn á framhaldið: „Ég veit að það verður farið í þetta af fullum krafti.“

Dóttirin er í sérskóla þar sem hún hefur ekki orðið fyrir einelti. Hún varð hins vegar fyrir miklu einelti í almennum skóla í bænum. Undarin misseri hefur eineltið og ofbeldið komið úr hverfinu og tengist ekki skólastarfinu.

Sindri Viborg, stjórnarmaður í Tourette-samtökunum, hefur verið í sambandi við móðurina og skólayfirvöld í Njarðvík. Hann segir í samtali við DV:

„Ég sit í stjórn Tourette samtakanna á Íslandi og hef verið að sinna forvarna- og fræðslustarfi fyrir samtökin í skólum á höfuðborgarsvæðinu til að minnka fordóma og þekkingaleysi varðandi sjúkdóminn. Eftir að hafa talað við foreldrana og stúlkuna, þá eru næstu skref að tala við skólann sem hún er í og halda fyrirlestur um Tourette og hvernig það virkar. Skólinn hefur tekið mjög vel í það og næsta skref er að finna tíma fyrir fyrirlesturinn. Vonandi fæ ég einnig að halda sama fyrirlesturinn í skólanum sem hún var í,“ segir Sindri.

„Tourette-sjúkdómur er taugasjúkdómur, sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heila. Helstu einkenni eru svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar endurteknar hreyfingar eða hljóð,“ segir á heimasíðu Tourette-samtakanna en þessi einkenni vekja stundum neikvæð viðbrögð. Þess vegna er fræðsla um sjúkdóminn mikilvæg og við hvetjum lesendur til að kynna sér heimasíðu Tourette-samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Í gær

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“