fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

„Það þarf að grípa í handbremsuna“ – Hertari aðgerðir vegna COVID-19

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 11:12

- Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu greindi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra frá hertum aðgerðum vegna COVID-19 sem munu taka gildi um hádegi á morgun, 31 júlí. Skyldubundin tveggja metra reglan mun aftur taka gildi og samkomutakmarkanir munu miðast við 100. Þá verður fólk skyldað til að nota andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna, dæmi um það verða strætisvagnar. Þá verða allir þeir sem koma til landsins og ætla að vera í meira en tíu draga skyldaðir til þess að fara í tvöfalda sýnatöku.

Skemmtistaðir verði áfram opnir til 23. Þá hefur fjöldi fyrirtækja líkt og líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, menningarhús og skemmtistaðir hvött til að gera hlé á starfsemi sinni takist þeim ekki að fylgja umræddum leiðbeiningum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að grípa til mjög afgerandi aðgerða.

„Það þarf að grípa til mjög afgerandi aðgerða. Það þarf að grípa í handbremsuna til þess að ná yfirsýn og tökum á stöðunni,“

Þá sagði Katrín að þessar aðgerðir kæmu ekki á óvart, og að alltaf hafi verið möguleiki  að aftur þyrfti að grípa til viðbragða sem þessara. Hún sagði að ekki væri hægt að tala um nein mistök heldi væri um erfiðan heimsfaraldur að ræða og flestar þjóðir væru að eiga í einhverjum erfiðleikum.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvatti fólk til að vera heima og beindi skilaboðum sínum til ungs fólks.

„Mig langar að beina orðum mínum sérstaklega til unga fólksins sem er búið að vera spennt mjög lengi að fara í útleigu og skemmta sér með vinum og kunningjum. Það var búið að segja að sumarið 2020 yrði skrýtnasta sumar allra tíma. Búum til öðruvísi minningar, verum heima með fjölskyldunni látum lífið halda áfram og verum góð hvert við annað,“

Um þessar mundir eru 39 greind smit séu í samfélaginu og að tíu hefðu greinst í gær. Þá eru 215 í sóttkví.

Þá hefur Stjórnarráðið birt minnisblað sóttvarnarlæknis, sem að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar byggist á. Þar er talað um tíu liða innanlandaðgerðir sem eru eftirfarandi:

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðist við 100 fullorðna.

Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á
milli einstaklinga en að sú ráðstöfun verði ekki lengur valfrjáls.

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með
fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við
um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s.
hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu
ættu að lágmarki uppfylla kröfur sem fram koma í vinnustofusamþykkt evrópsku
staðlasamtakanna CEN.

Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi
skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og tryggi að ekki séu fleiri en 100
einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2
metra fjarlægð milli einstaklinga.

Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi
1. tryggi aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í
grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa
2. sinni vel þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er
3. minni almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum

Sundlaugar og veitingastaðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum
með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.

Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf,
líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað
milli notenda.

Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að
farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum.

Opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði áfram til kl. 23:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd