fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Mikill samdráttur í sölu neftóbaks

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á neftóbaki hefur dregist mikið saman á þessu ári miðað við síðasta ár. Frá janúar fram í júní seldust 13.991 kíló. Þetta er 36 prósenta samdráttur ef miðað er við sama tíma á síðasta ári.

Þetta kemu fram í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Segir blaðið að um mikla breytingu sé að ræða því salan hafi aukist um nokkur prósent á milli 2018 og 2019.

Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, forstjóra ÁTVR, að töluverður hagnaður hafi verið hjá ÁTVR á síðustu árum af sölu tóbaks en neftóbak sé ekki stór hluti af heildinni.

Aðspurð sagðist hún telja að sala á nikótínpúðum hafi áhrif á sölu neftóbaks.

„Við höfum líka selt í Fríhöfnina og hún hefur alveg dottið út núna. En það má alveg giska á að púðarnir hafi veruleg áhrif. Við sáum það þegar þeir komu á markaðinn að það var áberandi minnkun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“