Þetta kemu fram í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Segir blaðið að um mikla breytingu sé að ræða því salan hafi aukist um nokkur prósent á milli 2018 og 2019.
Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, forstjóra ÁTVR, að töluverður hagnaður hafi verið hjá ÁTVR á síðustu árum af sölu tóbaks en neftóbak sé ekki stór hluti af heildinni.
Aðspurð sagðist hún telja að sala á nikótínpúðum hafi áhrif á sölu neftóbaks.
„Við höfum líka selt í Fríhöfnina og hún hefur alveg dottið út núna. En það má alveg giska á að púðarnir hafi veruleg áhrif. Við sáum það þegar þeir komu á markaðinn að það var áberandi minnkun.“