fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

11 ára saga smálána – Núnú lán skúffufyrirtæki á Hafnartorgi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 24. júlí 2020 13:59

Mikilvægt er að átta sig á því að með því að taka út séreignarsparnað er fólk að eyða ráðstöfunartekjum framtíðarinnar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga smálánastarfsemi á Íslandi spannar aðeins rúman áratug en á þeim tíma hefur margt gerst. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hefur lítið þokast. Smálánafyrirtækin hafa aðlagað sig hratt að þeim lögum sem hafa verið sett þeim til höfuðs og úr orðið farsakennt kapphlaup löggjafans og smálánafyrirtækja. Nú, 11 árum síðar, eru fyrirtækin enn starfandi og sömu nöfnin sjáanleg í eigendahópi nú og áður.

Ef vefsíður smálánafyrirtækjannan Kredia, Múla, 1909 og Hraðpeninga eru heimsóttar í dag vísa þær allar á enn eitt fyrirtækið, „Núnú lán“, til heimilis að Kalkofnsvegi 2 á Hafnartorgi í Reykjavík. Svo vill til að skrifstofa Torgs, sem meðal annars rekur DV, er einnig til heimilis að Kalkofnsvegi 2. Það var því hægðarleikur blaðamanns að komast að því að heimilisfangið er einungis enn ein skelin. Þar er enga fjármálastarfsemi að finna. Blaðamaður hringdi í þjónustuver Núnú láns, en sá sem svaraði gat engar upplýsingar veitt.

Eigandi 68% hlutar Núnú láns ehf. er Leifur Haraldsson, sami maður og kom fram fyrir hönd fyrsta íslenska smálánafyrirtækisins, Kredia ehf.

Ítarleg úttekt er á smálánastarfsemi í nýjasta helgarblaði DV.

Hægt er að kaupa áskrift hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn