fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Vafasamt símtal við lögreglumann til rannsóknar hjá embætti ríkislögreglustjóra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-færsla sem ung kona birti skömmu eftir síðustu helgi hefur vakið töluverða athygli. Þar rekur hún atvik sem varð um helgina er hún og unnusta hennar komu að ósjálfbjarga manni við Barónsstíg. Maðurinn sat á gangstéttinni og kastaði upp. Parinu fannst erfitt að greina hvort ástand mannsins stafaði af drykkju eða veikindum en í öllu falli virtist hann þarfnast hjálpar.

Konan hringdi í neyðarlínuna og þar var henni gefið samband við fjarskiptamiðstöð lögreglustjóra. Henni þóttu viðbrögðin lýsa áhugaleysi og látið að því liggja að ekki þyrfti að sinna manninum ef hann væri bara drukkinn. Konan segir í færslunni að henni þyki ekki ganga að skilja fólk eftir ósjálfbarga úti á götu, hver sem ástæðan fyrir því sé.  Hins vegar komu nokkru síðar ungir lögreglumenn á vettvang sem sinntu manninum en kærðu sig ekki um upplýsingar frá konunni. Segist hún ekki vita hvernig málinu lyktaði.

Tilefni færslunnar er hins vegar það að konan fullyrðir að lögreglumaðurinn sem hún ræddi við í síma hafi spurt hana hvort viðkomandi maður liti út fyrir að vera „skattborgari“. Hún spurði ekki nánar út í hvað hann meinti með því en mögulegar merkingar eru þær að lögreglumaðurinn hafi átt við hvort maðurinn væri utangarðsmaður, erlendur ferðamaður eða hælisleitandi.

RÚV hafði samband við upplýsingafulltrúa ríkislögreglustjóra vegna málsins sem staðfesti að málið sé til skoðunar hjá embættinu. Sagði hann ekki tímabært að tjá sig um meint orðfæri lögreglumannsins fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af samtalinu og skoða málið í heild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan þarf að vita hver þetta er

Lögreglan þarf að vita hver þetta er
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Í gær

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær