fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Ráðherra getur takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 08:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti getur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð. Frumvarpið verður tekið til afgreiðslu í haust. Í því er tekið á öryggishagsmunum Íslands í uppbyggingu 5G netkerfa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að frumvarpið sé í samræmi við fordæmi Evrópuríkja í öryggismálum og sé ætlað að tryggja að 5G-kerfin verði ekki of háð Huawei eða öðrum framleiðendum tæknibúnaðar.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að 87. grein  þess veiti samgönguráðherra heimild til að setja reglugerð um „að búnaður í tilteknum hlutum innlendra farneta, sem teljast viðkvæmir með tilliti til almannahagsmuna og öryggis ríkisins, skuli í heild sinni eða í ákveðnum hlutfalli, vera frá framleiðanda í ríki sem Ísland á í öryggissamstarfi við, eða ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.“

Þannig getur ráðherra bannað búnað frá Huawei af öryggisástæðum í hluta af farnetum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína