fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ráðherra getur takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 08:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti getur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð. Frumvarpið verður tekið til afgreiðslu í haust. Í því er tekið á öryggishagsmunum Íslands í uppbyggingu 5G netkerfa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að frumvarpið sé í samræmi við fordæmi Evrópuríkja í öryggismálum og sé ætlað að tryggja að 5G-kerfin verði ekki of háð Huawei eða öðrum framleiðendum tæknibúnaðar.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að 87. grein  þess veiti samgönguráðherra heimild til að setja reglugerð um „að búnaður í tilteknum hlutum innlendra farneta, sem teljast viðkvæmir með tilliti til almannahagsmuna og öryggis ríkisins, skuli í heild sinni eða í ákveðnum hlutfalli, vera frá framleiðanda í ríki sem Ísland á í öryggissamstarfi við, eða ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.“

Þannig getur ráðherra bannað búnað frá Huawei af öryggisástæðum í hluta af farnetum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“