fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

1000 manna samkomuhámark eftir verslunarmannahelgina og lengur opið á skemmtistöðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 14:16

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að mælast til þess að slakað verði frekar á reglum samkomubanns strax eftir verslunarmannahelgi, að því tilskildu að ekki verði breytingar til hins verra á hegðun kórónuveirunnar hér á landi. Mun hann leggja til einhverja rýmkun á opnun skemmtistaða sem nú mega bara hafa opið til kl. 23 og að samkomuhámark fari úr 500 upp í 1000 manns.

Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins hjá Almannavörnum.

Talið er að ferðamannastraumur til Íslands muni aukast á næstu dögum og vikum en ekki er ljóst hvenær hámarksfjölda sem hægt er að skima verður náð. Hámarkið í dag eru 2000 einstaklingar á dag. „En við verðum að vera tilbúin að mæta því ef hámarkinu er náð og gott betur,“ sagði Þórólfur.

Engin ný smit greindust í gær en þrír greindust með gömul smit. Síðasta sólarhring var sýni tekið úr yfir 1.900 manns en alls komu tæplega 2.300 manns til landsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“