fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Trump dregur til baka skipun um brottvísun fjarnámsnemenda

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 09:49

Forsetinn er sagður hafa verið öskureiður. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans tilkynntu í gær að tilskipun ICE, Bandaríska útlendingaeftirlitsins um að vísa nemendum í landinu á námsvegabréfsáritununum M1 og F1 úr landi, yrði dregin til baka. Ekkert verður því af ætlunum Trump um að grysja fjölda erlendra nemenda í landinu. Samkvæmt alríkislögum bandarískum skal ekki veita vegabréfsáritun til náms sem fram fer alfarið á netinu, og því var aðgerðin umdeilda svo að segja samkvæmt landslögum. Engu að síður hlaut stofnunin talsverða gagnrýni fyrir ætlanirnar í ljósi fordæmalausra aðstæðna í samfélaginu.

Sjá nánar: Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Viðbrögðin voru sérstaklega hörð í ljósi þess að margir skólar höfðu gripið til þess að takmarka hefðbundið skólahald og færa kennslu yfir á veraldarvefinn til að sporna við útbreiðslu Covid-19 á háskólasvæðum. MIT og Harvard, tveir af virtustu háskólum heims höfðu til að mynda tilkynnt að svo til allt skólahald í grunnnámsdeildum þeirra yrði haldið undir fjarnámsformerkjum á komandi haustönn. Skólarnir höfðuðu mál gegn ríkisstjórn Trump og útlendingaeftirlitsins ICE. Dómarinn í því máli tilkynnti í gær að samkomulag hafði náðst milli ICE og skólanna um að reglugerðin yrði dregin til baka að fullu. Því til viðbótar höfðu 17 ríki auk Washingtonborgar boðað málaferli gegn alríkisstjórninni.

Talsvert hafði verið rætt um þetta í facebook hópunum Íslendingar í Ameríku, og öðrum hópum þar sem íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum komu saman. Ljóst er að þeir geti andað léttar við þetta nýjasta útspil Trump stjórnarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“