fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sýknaður eftir átök á nýársnótt – Höfuð konunnar skall í pallinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 11:15

Héraðsdómur Vesturlands. Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína eftir átök sem brutust út á nýársnótt árið 2019 (aðfaranótt þriðjudagsins 1. janúar 2019). Lögreglustjórinn á Vesturlandi gaf út ákæru á manninn þann 15. nóvember 2019 en málið var dómtekið 24. júní. Sýknudómur var síðan kveðinn upp yfir manninum  í gær.

Konan og maðurinn höfðu verið í sambúð og eiga eitt stúlkubarn saman. Voru mæðgurnar staddar á heimili mannsins á gamlárskvöld en höfðu ekki ráðgert að gista. Þegar konan vildi fara heim, vegna þess að hún var lasin, sagði maðurinn henni að vera ekki með þetta kjaftæði og stöðvaði för hennar þar sem hún hélt á barni sínu. Við átökin og aðfarir mannsins skall hún með höfuðið á pallinn fyrir utan húsið. Konan lýsti atvikum er hún kærði málið til lögreglu með eftirfarandi hætti:

„Hún hefði þá ætlað að taka dóttur þeirra af ákærða sem legið hefði uppi í rúmi. Hún hefði sest á rúmstokkinn og ákærði þá brugðist við með því að snúa upp á höndina á henni. Hún hefði þá farið að gráta, hlaupið fram og inn á bað. Kvaðst hún hafa vonast til að …ákærða myndi heyra í henni og bregðast við og athuga hvað væri að, en það hefði ekki gerst. Hún hefði farið aftur inn í herbergi og reynt aftur að taka dóttur þeirra af ákærða en hann þá brugðist við með sama hætti, það er að taka um vinstri hönd hennar og snúa upp á hana. Hún hefði þá farið fram, klætt sig í úlpu sína og tekið dótið sitt, en ákærði þá sagst ætla að koma með henni heim.

Ákærði hefði að því loknu gengið inn í stofu og rétt …dóttur þeirra og beðið brotaþola að koma með sér út til að ræða málin, en hún ekki viljað það. Hann hefði þá brugðist við með því að taka með báðum höndum beggja vegna í borðunga úlpu hennar, lyft henni upp og dregið hana fram á gang og fram í forstofu. Meðan á þessu stóð hefði hún verið grátandi og öskrandi en …ákærða ekkert aðhafst á meðan á þessu stóð. Í forstofunni hefði hún legið á gólfinu og ákærði þá á ný tekið í úlpu hennar eins og áður og hent henni síðan út úr húsinu. Hefði hún lent á bakinu á pallinum og þar hefði ákærði haldið í úlpu hennar og hrist hana til.

Hún hefði ætlað að standa upp en hann þá ýtt við henni með þeim afleiðingum að hún hefði skollið með höfuðið á pallinn. Hún hefði síðan náð að standa uppen hann hefði þá staðið fyrir framan hana og gert sig líklegan til þess að slá eða hrinda henni. …ákærða hefði þá komið þarna að og komið í veg fyrir það. Þau hefðu síðan farið inn í stofu þar sem þau hefðu rætt saman. Hún hefði síðan seinna þessa nóttfengið að fara heim ásamt dóttur þeirra á bifreið ákærða.“

Í læknisvottorði vegna komu konunnar á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi kom fram að konan hefði verið með áverka en ekki alvarlega. Hún var grátandi og með ekka í röddinni í viðtali þar.

Hinn ákærði lýsti atvikum með öðrum hætti, neitaði því að hafa snúið upp á hendi konunnar en konan hefði verið mjög æst. Segir svo í dómnum:

„Hún hefði komið aftur inn í herbergið og viljað taka barn þeirra með sér, sem hefði legið sofandi við hlið hans. Ákærði kvaðst ekki hafa verið hlynntur því þar sem hálka hefði verið úti og enginn á ferðinni, auk þess sem engin ástæða hefði verið til að rífa barnið upp. Ákærði kvaðst þá hafa ætlað að fara með henni en það þá ekki verið í boði. Hefði hún verið mjög æst og ætlað að hrifsa barnið af honum en hann þá tekið í hendurnar á henni og fært þær frá. Hann hefði þó ekki jafnframt snúið upp á hönd hennar.
Brotaþoli hefði brugðist illa við því og farið aftur fram. Hún hefði síðan komið aftur inn og reynt að hrifsa barnið frá ákærða. Kvaðst ákærði þá hafa risið upp í rúminu og farið með barnið fram til … síns, sem hefði setið þar í sófanum. Ákærði kvaðst síðan hafa viljað ræða við brotaþola undir fjögur augu en hún ekki viljað það og verið þversum fyrir. Eftir allnokkra stund, tuttugu til þrjátíu mínútur, hefði honum leiðst þófið og hann þá tekið um hendur hennar, á sama hátt og hann hefði gert stuttu áður, og án þess að snúa upp á höndina.
Hann hefði síðan tekið undir handarkrika hennar aftan frá og haldið á henni út fyrir útidyraþröskuld. Spurður hvort brotaþoli hefði dregist eitthvað eftir gólfinu þegar hann bar brotaþola út svaraði hann því neitandi en taldi að á miðri leið hefði hún kannski farið niður á hné og hann þá lyft henni aftur upp. Hann neitaði því og að hafa hrint eða hrist brotaþola þannig að höfuð hennar skylli þar á pall eða að hafa dregið hana þannig að hún lenti með bakið á pallinum.“

Læknirinn kom ekki fyrir dóminn

Dómurinn taldi ekki fullsannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás. Maður verði aðeins sakfelldur fyrir líkamsárás að ákæruvaldið hafi fært fullnægjandi sönnur á að hann hafi verst sekur um það sem lýst er í ákæru. Ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárás á konuna.

Athygli vekur að læknirinn sem skoðaði konuna við komu hennar á slysadeild kom ekki fyrir dóminn en um þetta segir í dómnum: „Sá læknir sem skoðaði brotaþola við komu hennar á slysadeild daginn eftir umrætt atvik kom ekki fyrir dóminn og var því ekki unnt að spyrja hann nánar út í þá áverka sem greindust á brotaþola, roða á hnjám og þreifieymsli á vinstri sjalvöðva…“

Maðurinn var sýknaður af ákæru um líkamsárás og kröfu konunnar um miskabætur vísað frá. Allur sakarkosnaður greiðist hins vegar úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“