fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Brooklyn Beckham trúlofaður: „Ég bað sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já!“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 10:00

Brooklyn og Nicola: Sæt saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brooklyn Beckham, elsti sonur Beckham hjónanna David og Victoriu, er trúlofaður kærustunni sinni, leikkonunni Nicola PeltzBrooklyn sem er 21 árs og Nicola sem er 25 ára gerðu samband sitt opinbert í janúar þegar Brooklyn óskaði sinni heittelskuðu til hamingju með afmælið á Instagram. Parið staðfesti svo trúlofunina laugardaginn 11. júlí á samfélagsmiðlum eins og frægra er siður og í færslu frá Brooklyn segir hann meðal annars; „Fyrir tveimur vikum bað ég sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já! Ég er heppnasti maður í heimi. Ég lofa að vera frábær eiginmaður og einn daginn frábær pabbi. Ég elska þig ástin mín xx.“

Þrátt fyrir ungan aldur er Brooklyn síður en svo óreyndur í ástarmálum en hann hefur átt vingott við all margar ungar konur í gegnum tíðina. Sú sem hann var lengst með er leikkonan Chloë Grace Moretz en samband þeirra hófst árið 2014 þegar Chloë var 18 ára og Brooklyn var bara 15 ára síli. Þau voru voru ítrekað að hætta og byrja aftur saman þar til að þau létu gott heita í ágúst 2016. Ári síðar voru þau aftur byrjuð saman en þau slitu endanlega samvistum snemma árs 2018. Þrátt fyrir langa sögu með Chloë tókst Brooklyn að bæta í reynslubankann og átti til að mynda vingott við fyrirsætuna Hana Cross, frönsku leikkonuna Sonia Ben Ammar, leikkonuna Sofia Richie, söngkonuna Madison BeerPlayboy fyrirsætuna Lexi Wood og fyrirsætuna Alex Lee Aillón.

Fregnir herma að foreldrar Brooklyn séu hæstánægðir með ráðahaginn og bíði spennt eftir brúðkaupinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans