fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Umsjónarlæknir COVID-deildar furðar sig á eyðslunni – „Milljarðar í skimanir er augljós sóun á almannafé!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 11:33

Ragnar Freyr Ingvarsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn sem stýrir göngudeild COVID á Landspítala, vill að Íslandi láti af skimunum við COVID-19 á landamærunum. Skimanir séu sói á tíma og almannafé.

„Það er furðuleg hugmynd að Landspítalinn taki að sér að skima fríska ferðamenn við landamæri. Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?,“ spyr Ragnar á Facebook.

Hann segir skimun við landamæri ekki í samræmi við þá þekkingu sem íslenska heilbrigðiskerfið hafi aflað sér um COVID-19 sjúkdóminn á undanförnum mánuðum. Ferðamenn hreinlega smiti ekki það mikið að það réttlæti fyrirferðamiklar skimanir.

„Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgu fjár.“

Íslendingar sjálfri, einkum þeir sem hafi stórt tengslanet, eru þeir sem skapi mestu smithættuna. Það sé alveg ljóst.  Flestir sem smitist af COVID-19 sýni einkenni 4-5 dögum eftir smit. Einstaka tilfelli fari þó yfir það. Því væri eðlilegra að beita stuttri sóttkví við komuna til landsins, frekar en að skima.

„Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir.

Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“