fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Reynt að ljúka kjarasamningum kennara áður en næsta skólaár hefst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmt ár er síðan kjarasamningar leik- og grunnskólakennara runnu úr gildi. Nú er fundað daglega til að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu svo skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti í haust.  Kjarasamningar Skólastjórafélagsins og Félags stjórnenda leikskóla hafa verið lausir í ellefu mánuði og er fundað nær daglega um nýja samninga.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Í samtali við blaðið sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, að fundað sé nær daglega til að reyna að ná saman áður en næsta skólaár hefst til að tryggja að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti. Hún sagðist bjartsýn á að viðræðurnar skili árangri.

„Það er engin ástæða til að vera svartsýn nú frekar en áður. Við vitum að það er mikil ábyrgð á okkar herðum og þess vegna vinnum við að því að funda þótt það sé hásumar.“

Er haft eftir henni. Hún sagði einnig að allir hafi keppst af því að nýr kjarasamningur tæki við af þeim fyrri þegar hann rynni út en það hafi ekki tekist. Oft líða fleiri mánuðir og jafnvel ár frá því að kjarasamningar opinberra starfsmanna renna út þar til samningar takast um nýjan samning. Haft er eftir Þorgerði að þetta sé ástand sem allir stefni að því að breyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“