fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 19:15

Einar Hermannsson (t.v.) og Þórarinn Tyrfingsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur SÁÁ átti að hefjast klukkan 17 en það tók meira en klukkutíma fyrir fundargesti að komast að lendingu um hver yrði fundarstjóri. Þetta endaði með kosningum þar sem Hörður Oddfríðarson fékk 55% en Jón Magnússon 42,86 %. Aðrir skiluðu auðu. Hörður er hliðhollur framboði Einars Hermannssonar til formanns en Jón Magnússon hliðhollur framboði Þórarins Tyrfingssonar og því gætu þessar tölur gefið vísbendingu um hug fundargesta til formannsframbjóðendanna.

Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um aðalfundinn og átökin í aðdraganda hans.

Sjáðu listana

Fulltrúar framboðs Þórarins Tyrfingssonar og síðan fulltrúar framboðs Einars Hermanssonar hafa dreift sitthvorum listanum meðal fundargesta þar sem er að finna nöfn þeirra sem bjóða sig fram í stjórn fyrir hönd hvors framboðs. Meðfylgjandi eru myndir af þessum listum.

 

 

Lögð var fram tillaga um að flýta kosningum til stjórnar en hún var felld. Margir óttast að fundurinn verði óheyrilega langur.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar samtakanna lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Kosning í stjórn
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Önnur mál

Aðalstjórn SÁÁ er skipuð 48 manns en á hverjum aðalfundi eru kosnir 16 inn í stjórnina. Að fundinum loknum kýs aðalstjórnin síðan formann.

Samkvæmt heimildum DV mótmælti bróðir Þórarins tilögunni um að flýta kosningum og talað hann heldur lengi samkvæmt heimildarmönnum blaðsins.

Þá er andrúmsloftið spennuþrungið, en heimildarmaður DV sagði:

„Orðið persónulegt, fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook.“

Um 500 manns

Samkvæmt heimildarmanni DV eru um 500 manns á fundinum. Líkt og flestir vita er nú gildi samkomubann á samkomur þar sem að meira en 500 koma saman.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi