fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. júní 2020 14:07

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks kom saman við húsnæði Vegargerðarinnar í Borgartúni nú í hádeginu en þá fóru fram þögul mómæli. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum víða um land. Ljósmyndari DV var á staðnum og náði meðfylgjandi myndum.

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Líkt og fram hefur komið þá létu tveir lífið eftir al­var­legan á­rekstur mótor­hjóls og hús­bíls á Vestur­lands­vegi á Kjalarnesi í gær. Slysið átti sér stað á vegar­kafla á milli Grundar­hverfis á Kjalar­nesi og Hval­fjarðar­­ganga en þar var ný­lagt mal­bik sem reyndist vera nokkuð sleipt eftir rigningu. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa.

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

„Við trúum þessu ekki. Andrúmsloftið er ofboðslega þungt. Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu,“ sagðiÞorgerður Hoddó Guðmundsdóttir formaður Snigla bifhjólasamtaka í samtali við DV í gær. Þá bætti hún við: „Við höfum talað við Vegagerðina og Samgönguráðherra en það hefur bara ekki verið hlustað á okkur. Ég frétti í gær að fyrir nokkrum árum síðan varð banaslys á svona malbiki, á svona vegkafla. Mér var sagt að það hafi verið að minnsta kosti þrjú önnur slys.“

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Í Fréttablaðinu í dag  er rætt við Ólaf Guðmundsson umferðaröryggissérfræðing sem segir að um léleg vinnubrögð sé að ræða og margoft sé búið að benda á hættuna sem skapist vegna malbiks sem þessa.  Vegagerðin er veghaldarinn og ber endanlega ábyrgð.

Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að verið sé að rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis. Bendir hann á að ekki sé hægt að segja á þessari stundu hvort eitthvað hafi brugðist í framleiðslunni og sé það eitt af því sem þurif að skoða gaumgæfilega.“

Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Í samtali við Vísi í gær sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“