fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Áslaug Arna: Ég get hrist upp í hlutunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júní 2020 11:03

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV þar sem hún ræðir stöðu kvenna í stjórnmálum, útlendingamál, vopnaburð lögreglunnar og margt fleira.

Áslaug Arna segist almennt upplifa það jákvætt að vera ung kona í stjórnmálum og að það sé meðbyr með henni frekar en hitt. „Mér leyfist að vera óþolinmóðari og ýta á eftir verkefnum sem hafa ekki hreyfst lengi. Almennt fæ ég mjög gott viðmót og ég get hrist upp í hlutunum.“ Hún segist helst finna kynbundinn mun þegar spurningar um útlit og hjúskaparstöðu hennar komi upp. Hún viðurkennir að hún sé reglulega spurð um ástalíf sitt. „Það er ekki mitt að hafa áhyggjur af því hvað fólki finnst um mitt hjúskaparlíf.“

Landamærabíllinn umdeildur

Svokallaður Landamærabíll var nýverið tekinn í notkun og hefur verið gagnrýndur hart fyrir þar sé ómálefnalega tekið á útlendingum. „Landamærabílinn var keyptur til að bæta úr athugasemdum sem komu frá Schengen um að landamæraeftirliti í höfnum hér væri ábótavant. Hann er því færanleg landamærastöð. Síðan er það einnig verkefni lögreglunnar, ásamt öðrum aðilum, að vinna að eftirliti á vinnumarkaði og var það einn angi af Lífskjarasamningnum. Í skoðuninni felst hvort aðilar séu með gild skilríki og hafi tilskilin leyfi, og mat á hvort um fórnarlömb mansals geti verið að ræða. Þessa vinnu þarf að nálgast faglega og þar á kynþáttahyggja, eða hvers kyns mismunun önnur, ekkert erindi.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta helgarblaði DV. Blaðið er að vanda afar fjölbreytt og efnismikið. 

Auktu líkur þínar á góðum fasteignakaupum

Að mörgu er að huga þegar fjárfest er í fasteign. Gunnar Fannberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hönnunar og eftirlits ehf., bendir á tengsl milli þess hve fáir nýta sér ástandsskoðun og fjölgunar dómsmála um galla á fasteignum.

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar

Fegrunaraðgerðir eru eins vinsælar og þær eru umdeildar. Það er misjafnt hverju sinni, hvaða aðgerðir eru vinsælastar. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir segir lagfæringu á kviðvegg um leið og svuntuaðgerð er gerð, geta lagað bakverki til muna.

Nýjar kannanir benda til vaktaskipta í Hvíta húsinu

Allt virðist ganga á afturfótunum og viðbrögð Trumps við COVID-19 faraldrinum og mótmælum í kjölfar morðs George Floyd verða ekki gott veganesti í kosningarnar.

Reynslusaga eiginmanns spilafíkils

„Ég var í tæpa tvo áratugi með mínum spilafíkli. Þegar við kynntust vorum við bæði að koma úr vímuefnameðferð. Hún sagði mér strax að hún væri spilafíkill, ég vissi í raun ekki hvað það væri og fannst það eitthvað svo ómerkilegt. Við höfðum bæði náð að hætta neyslu, sem var mikið afrek, og ég sá fyrir mér að spilafíkn væri ekkert mál. Það fóru síðan brátt að renna á mig tvær grímur. Fíkn í spilakassa er rosalegasta fíkn sem ég veit um.“

Fastir liðir eru að sjálfsögðu á sínum stað, svo sem sakamálasíðan, Fjölskylduhornið, Á ferð um landið, Tímavélin, krossgátan. Lífsháski og Una í eldhúsinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“