fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 11:34

GDRN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tökur eru hafnar á íslensku Netflix-þáttaröðinni, Kötlu. Þættirnir fjalla um smábæinn Vík þar sem líf bæjarbúa hefur tekið miklum breytingum eftir gos í Kötlu.  Verðlaunaleikstjórinn Baltasar Kormákur er að baki þáttunum og RVK Studios fer með framleiðslu og meðal leikenda er söngkonan GDRN, sem hingað til hefur verið áberandi í tónlistinni en ætlar sér nú greinilega að hasla sér völl á öðru sviði skapandi greina.

Frábær leikhópur með valinn mann í hverju rúmi

Nú hafa helstu leikarar þáttanna verið tilkynntir. Í tilkynningu er haft eftir Baltasar:

Eftir fjölmargar leikaraprufur settum við saman frábæran leikhóp fyrir Kötlu og það er valinn maður í hverju rúmi; í bland nokkrir af bestu og reyndustu leikurum þjóðarinnar og síðan frábærir ungir leikarar, sem koma fram í stórum hlutverkum. Við erum enn í tökum og samstarfið við leikhópinn allan er mjög gefandi og skemmtilegt.“

Meðal leikara eru Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki Samper, Björn Thors og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgard.

Frá vinstri til hægri: Björn Thors, Íris Tanja Flygering, Guðrún Ýr Eyfjörð, Baltasar Kormákur, Aliette Opheim, Ingvar Sigurðsson og Baltasar Breki Samper.

GDRN treystir Baltasar

„Það er frábært að vinna með Baltasar því að maður treystir leikstjórn hans svo vel. Það er undantekningarlaust hægt að stóla á að hann gefist ekki upp fyrr en senan er orðin fullkomin. Hann er ótrúlega góður í því að gefa leiðbeiningar sem hjálpa manni að gera betur og gefur leikurum mikið frelsi og traust til þess að túlka og tjá karakterana á sinn hátt. Hann er opinn fyrir nýjum hugmyndum og vangaveltum alls staðar frá en veit á sama tíma upp á hár hvernig hann vill hafa hlutina og er alltaf tilbúinn að grípa boltann þegar það á við og leiða mann áfram í rétta átt,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð sem er betur þekkt sem söngkonan GDRN sem tekst nú á við leiklistina í nýju þáttunum. Henni hefur gengið ákaflega vel í tónlistinni, þrátt fyrir að hafa aðeins snúið sér að tónlistarsköpun á síðasta ári sínu í framhaldsskóla. Hún vann til ferna verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum 2018 og í fyrra kom hún fram á Þjóðhátíð og var valin Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Leikhópinn skipa einnig Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton og hinn 9 ára gamli Hlynur Atli Harðarson.

Handrit skrifa, auk Baltasars, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir.

Dulrænir og spennandi

Þættirnir verða með dulrænu ívafi ef marka má lýsingu í fréttatilkynningu:

„Einu ári eftir gos í Kötlu hefur líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðast til að yfirgefa bæinn því jökullinn nálægt eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti