fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 11:18

Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt atvik sem tengist Neyðarlínunni og varð fyrr í mánuðinum hefur orðið til þess að fulltrúar Neyðarlínunnar hafa verið kallaðir á fund hjá Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar kl. 13 í dag þar sem þeir þurfa að svara gagnrýnum spurningum.

Vefur Fréttablaðsins greindi frá málinu þann 17. maí síðastliðnn. Skellt var á ungmenni sem hringdu í Neyðarlínuna til að tilkynna alvarlegt atvik í miðbænum, en tvær stúlkur lágu meðvitundarlausar á Laugaveginum. Í frétt Fréttablaðsins segir:

„Hóp vinkvenna brá mikið í gær­kvöldi þegar þær gengu fram á tvær með­vitundar­lausar ungar stúlkur á Lauga­veginum. Tveir vinir stúlknanna stóðu yfir þeim að reyna að veita þeim að­stoð og höfðu þegar hringt á sjúkra­bíl. Þrátt fyrir í­trekuð sím­töl í neyðar­línuna, bæði frá vin­konu­hópnum og drengjunum, barst þó að þeirra sögn engin hjálp fyrr en einn lög­reglu­bíll mætti á staðinn um 25 mínútum seinna. Sjúkra­bíllinn kom svo ekki fyrr en lög­regla hafði sjálf kallað eftir honum.

„Þetta var alveg ömur­leg reynsla,“ segir Kristín Reynis­dóttir, kaup­maður og fyrrum kennari, ein fjögurra vin­kvenna sem gengu fram á stúlkurnar í gær­kvöldi. „Við héldum í al­vöru öll þarna að þær væru bara að deyja.“

Hún lýsir því í sam­tali við Frétta­blaðið hvernig stúlkurnar hafi hnigið niður í götuna á svipuðum tíma, að sögn vina þeirra, og að þær vin­konurnar hafi gengið fram á þær rétt eftir að þær hnigu niður. „Á­stand þeirra varð svo sí­fellt verra og augun voru ýmist starandi upp í loftið eða alveg lokuð. Þær sýndu engin við­brögð við nafna­kalli og voru báðar froðu­fellandi,“ segir hún. Þær hafi svo byrjað að kasta upp á sama tíma og önnur þeirra hafi kastað upp blóði.“

Undarleg viðbrögð Neyðarlínunnar

Hjá Neyðarlínunni fengu ungmennin þau viðbrögð að lögregla væri á leiðinni en þegar þau svöruðu því til að það væri þörf á læknisaðstoð en ekki lögreglu var bara skellt á. Eftir hátt í hálftíma bið kom loks lögregla á vettvang og hringdi þá á sjúkrabíl.

„Ég held að þeim hafi bara mjög brugðið þegar þeir sáu á­standið á stelpunum og þeir hringdu strax á sjúkra­bíl. Þá kom hann bara á skikkan­legum tíma eftir smá stund,“ segir viðmælandi Fréttablaðsins.

Verður að svara fyrir þetta

„Okkur finnst þetta atvik alvarlegt. Við viljum athuga hvort þetta voru mistök eða kerfisbundin brotalöm,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, og borgarfulltrúi Pírata, í viðtali við DV.

Dóra segir mikilvægt að hægt sé að treysta Neyðarlínunni og skýringar á þessu atviki verði að koma fram: „Það ýtir ekki undir tiltrú eða traust ef hlutir eru slegnir út af borðinu að óskoðuðu máli. Við viljum geta treyst Neyðarlínunni.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Dóra setur málið í víðara pólitískt samhengi og segir:

„Ég tel það vera mitt hlutverk sem stjórnmálamanneskja að vera málsvari þeirra sem hafa upplifað óréttlæti. Það er þreyta meðal almennings vegna aðgerðarleysis og tómlætis gagnvart óréttlæti. Dæmi um slíkt eru Samherjamálið sem var stungið undir stól og svo þetta rugl í kringum arðgreiðslur í tengslum við hlutabótaleiðina.“

Dóra segir að fordómar megi ekki lita starf Neyðarlínunnar og ganga verði úr skugga um að svo sé ekki:

„Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við. Það væri alvarlegt ef viðhorf Neyðarlínunnar einkennist af fordómum sem leiðir til mismununar í garð jaðarsettra hópa, fólks af erlendum uppruna og fólks sem neytir vímuefna, á verstu mögulega stundu sem snýst um líf og dauða. Jafnvel ásýnd slíks viðhorfs, þó bara væri um ásýnd að ræða, getur verið gríðarlega skaðleg og því þarf að svara fyrir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“