fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Seðlabankinn lækkar vexti – Spá hækkun verðbólgu á næstu mánuðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 09:27

Er Seðlabankinn bara verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (SÍ) hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur og verða því meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum 1 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍ

Samkvæmt tilkynningu hefur nefndin þar að auki ákveðið að hætta að bjóða upp á 30 daga bundin innlán. Í tilkynningu segir:

„Felur það í sér að meginvextir bankans verða virkari og vaxtaskilaboð bankans skýrari. Aðgerðin ætti að öðru óbreyttu að auka laust fé í umferð og styrkja miðlun peningastefnunnar enn frekar.“

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá SÍ eru horfur á 8 prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár, vegur fækkun ferðamanna þar þyngst. Horfur eru á að atvinnuleysi aukist mikið og verði um 12 prósent á þriðja fjórðungi ársins en tæplega 9 prósent á árinu öllu. SÍ spáir því að efnahagsumsvif bankans fari að færast í eðlilegt horf á seinni hluta ársins og spá 5 prósent hagvexti á næsta ári.

„Óvissan er hins vegar óvenju mikil og þróun efnahagsmála mun ráðast af framvindu farsóttarinnar og því hvernig tekst við að vinda ofan af sóttvarnaraðgerðum.“ 

Verðbólga mældist 2,2 prósent í apríl og hefur verið undir verðbólgumarkmiði SÍ síðan í desember.

Gengi krónunnar hefur lækkað frá því að farsóttin barst til landsins en á móti vega mikil lækkun olíuverðs og lækkun matvæla- og hrávöruverðs. Þá hafa verðbólguvæntingar lítið breyst og kjölfesta þeirra í verðbólgumarkmiði bankans virðist traust.“ 

SÍ spáir því að verðbólga hækki lítillega á næstu mánuðum vegna gengislækkunar krónunnar, en talið er að aukinn slaki í þjóðarbúinu muni vega þyngra er líða tekur á árið og vonast er til að verðbólga verði undir 2 prósentum á seinni hluta spátímans.

„Vextir verða því sem hér segir:
1. Daglán 2,75%
2. Lán gegn veði til 7 daga 1,75%
3. Innlán bundin í 7 daga 1,00%
4. Viðskiptareikningar 0,75%
5. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“