fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Húsaleigan hækkaði þegar samkomubann var sett á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur skemmtistaðarins B5 í Bankastræti eru ósáttir við EIK fasteignafélag sem hefur hækkað leiguna fyrir húsnæðið margoft síðustu misseri. Síðasta hækkunin kom til framkvæmda á sama tíma og samkomubann var sett á og staðnum því lokað, sem þýddi að hann var tekjulaus. Leigan er nú 3,5 milljónir á mánuði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Þórhalli Viðarssyni, einum eigenda B5, að þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en að fallast á þessar hækkanir.

„Spurningin sem við höfum staðið frammi fyrir er hvort við viljum setja félagið í þrot eða borga það sem þeir fara fram á. Fyrir mér er þetta ekkert annað en ofbeldi.“

Er haft eftir honum um viðskiptin við Eik Fasteignafélag.

Fram kemur að hækkanir á leigu á undanförnum misserum hafi verið knúnar áfram í skjóli þess að ef ekki yrði fallist á þær fengi B5 aðeins að vera opinn til klukkan eitt á nóttunni. Það myndi gera út af við reksturinn er haft eftir Þórhalli.

Fasteignafélagið var ekki tilbúið til að endurskoða áður samþykktar hækkanir þegar samkomubann var sett á og staðnum var lokað með tilheyrandi tekjufalli. Leigan hækkaði því um hálfa milljón þann 1. apríl auk vísitölutengdra hækkana og er hún nú rúmlega 3,5 milljónir á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman