fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Húsaleigan hækkaði þegar samkomubann var sett á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur skemmtistaðarins B5 í Bankastræti eru ósáttir við EIK fasteignafélag sem hefur hækkað leiguna fyrir húsnæðið margoft síðustu misseri. Síðasta hækkunin kom til framkvæmda á sama tíma og samkomubann var sett á og staðnum því lokað, sem þýddi að hann var tekjulaus. Leigan er nú 3,5 milljónir á mánuði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Þórhalli Viðarssyni, einum eigenda B5, að þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en að fallast á þessar hækkanir.

„Spurningin sem við höfum staðið frammi fyrir er hvort við viljum setja félagið í þrot eða borga það sem þeir fara fram á. Fyrir mér er þetta ekkert annað en ofbeldi.“

Er haft eftir honum um viðskiptin við Eik Fasteignafélag.

Fram kemur að hækkanir á leigu á undanförnum misserum hafi verið knúnar áfram í skjóli þess að ef ekki yrði fallist á þær fengi B5 aðeins að vera opinn til klukkan eitt á nóttunni. Það myndi gera út af við reksturinn er haft eftir Þórhalli.

Fasteignafélagið var ekki tilbúið til að endurskoða áður samþykktar hækkanir þegar samkomubann var sett á og staðnum var lokað með tilheyrandi tekjufalli. Leigan hækkaði því um hálfa milljón þann 1. apríl auk vísitölutengdra hækkana og er hún nú rúmlega 3,5 milljónir á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu