fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Leggjum ekki djúpa merkingu í töluna núll núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. apríl 2020 14:12

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að um 1% þjóðarinnar hafi sýkst af kórónuveirunni. Það mat er hins vegar nokkurri óvissu háð. Þetta þýði hins vegar að mjög stór hluti þjóðarinnar er móttækilegur fyrir smiti og því er mikilvægt að viðhalda takmörkunum og sýna varúð. Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins.

Enginn greindist með smit síðasta sólarhring og er það í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Við leggjum ekki djúpa merkingu í töluna núll núna,“ sagði Þórólfur. Benti hann á að sveiflur væru milli daga og auk þess hefðu fá sýni verið greind, 175 hjá veirufræðideildinni og 15 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Aðgerðir varðandi sóttkví ferðmanna taka gildi í dag og eru í gildi til 15. maí. Til skoðunar er hve víðtækt þetta þurfi að vera og til hve langs tíma. Ýmsar útfærslur eru í skoðun um hvernig þetta getur orðið áfram. Aðgerðirnar fela í sér að allir sem koma til landsins þurfa að vera í sóttkví í tvær vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“